Lokunarstyrkur 4, 5, 6 og 7

Leiðbeiningar við umsókn

Lokunarstyrkur, sem hér eftir verður nefndur „lokunarstyrkur 4“, „lokunarstyrkur 5“ „lokunarstyrkur 6“ eða „lokunarstyrkur 7", voru vegna stöðvunar á tiltekinni starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tilteknum tímabilum.

LokunarstyrkurFráTil Ár
Lokunarstyrkur 4 18. nóvember31. desember 2020
Lokunarstyrkur 5 1. janúar12. janúar eða 7. febrúar2021 
Lokunarstyrkur 6 25. mars14. apríl2021
Lokunarstyrkur 715. janúar 28. janúar 2022

Umsóknir vegna lokunartímabila frá og með 15. janúar 2022 þurftu að berast eigi síðar en 30. júní 2022.


Sótt um fyrir félag

Sótt um fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga

Umsókn um lokunarstyrk

Þeir einir fá upp umsóknina sem eru á launagreiðendaskrá og eru heimilisfastir á Íslandi á umsóknardegi.

Við innskráningu er athugað hvort umsækjandi uppfylli tiltekin frumskilyrði. Ef skilyrði eru ekki uppfyllt kemst viðkomandi ekki lengra með umsóknina.

Mynd af skilmálum

Frumskilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla:

  • Ótakmörkuð skattskylda á Íslandi
  • Stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi
  • Var gert skylt að stöðva starfsemi sína
  • Tekjur á lokunartímabili a.m.k. 75% lægri en á (jafn löngu) viðmiðunartímabili
  • Rekstrartekjur 2019 a.m.k. 4,2 millj. kr.
  • Ekki í vanskilum með opinber gjöld og skil á gögnum
  • Ekki tekinn til slita eða gjaldþrotaskipta

Lesa má meira um framangreind skilyrði.

Ef umsækjandi stoppar ekki við fyrstu athugun þá opnast fyrir það að halda áfram með umsóknina. Næst er þá farið yfir ýmis skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að geta átt rétt á lokunarstyrk 4, 5, 6 eða 7 og þarf umsækjandi að haka við að hann uppfylli þau neðst í textaboxinu. Eftir það getur hann haldið áfram með umsóknina.

Tegund starfsemi

Umfang rekstrar og tekjufall

Tekjufall

Ríkisaðstoð

Tengdir aðilar

Fjöldi launamanna og rekstrarkostnaður

Lok umsóknar