Vaxtatekjur

Til skattskyldra fjármagnstekna einstaklinga teljast m.a. vaxtatekjur. Af vaxtatekjum er dregin staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts en endanleg álagning fer fram við álagningu opinberra gjalda.

Ekki er lagt útsvar á vaxtatekjur og þær hafa engin áhrif við ákvörðun á tekjuskattsþrepi. Hins vegar teljast þær með öðrum tekjum til stofns við útreikning á vaxtabótum og barnabótum.

Tapaðar fjármagnstekjur

Vaxtatekjur

Allar vaxtatekjur eru skattskyldar tekjur, þ.m.t. verðbætur, afföll og gengishagnaður.

Vexti af reikningum í innlánsstofnunum á að telja til tekna þegar þeir eru færðir eiganda til eignar á reikningi. Þó skulu vextir af reikningum þar sem höfuðstóll og vextir eru bundnir til lengri tíma en 36 mánaða ekki teljast til tekna fyrr en þeir eru greiddir eða greiðslukræfir. Vextir af hlutdeildarskírteinum færast til tekna þegar þeir eru lausir til ráðstöfunar.

Vexti af kröfu, s.s. af skuldabréfi, skal færa til tekna þegar þeir eru greiddir eða eru greiðslukræfir.

Afföll af kröfum færast til tekna með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir afborgunartíma kröfunnar.

Hjá hjónum og samsköttuðu sambúðarfólki eru vaxtatekjur beggja taldar til tekna hjá því hjóna eða sambúðaraðila sem hefur hærri hreinar tekjur. Með hreinum tekjum er átt við allar tekjur – aðrar en fjármagnstekjur – að teknu tilliti til heimilaðs frádráttar. Ekki skiptir máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. 

Vaxtatekjur barna

Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjum

Gengishagnaður

Söfnunartryggingar

Frítekjumark vegna vaxta

 

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

Einu sinni var...

Annað