Ákvarðandi bréf

Ríkisskattstjóri birtir á vef sínum svo kölluð ákvarðandi bréf. Þar eru birt svör ríkisskattstjóra við fyrirspurnum um skattaleg málefni sem borist hafa embættinu og talið er að svörin geti haft almenna skírskotun og þannig átt erindi við fleiri en fyrirspyrjanda. Leitast er við eftir því sem kostur er að birta einungis ákvarðandi bréf um álitaefni sem ekki hefur áður verið birt á sama vettvangi. Ákvarðandi bréf á einungis við um það tilvik sem um ræðir hverju sinni og gefur vísbendingar um niðurstöðu í algjörlega sambærilegum málum að óbreyttum lögum og reglum. Ákvarðandi bréf binda skattyfirvöld ekki líkt og bindandi álit.

Auk þess sem ákvarðandi bréf eiga uppruna sinn í fyrirspurnum sem berast ríkisskattstjóra eru í einstaka tilviki birtar á sama hátt túlkanir embættisins á skattalegum álitaefnum. 

Ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum