Fyrsta íbúð

.

Almennt

Heimilt er að nýta séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð. Heimild þessi skiptist annars vegar í útborgun uppsafnaðs séreignarsparnaðar og hins vegar mánaðarlega ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán

Útgreiðsla uppsafnaðs iðgjalds tekur til tímabilsins frá völdum upphafsdegi fram að fasteignakaupunum. Þá tekur mánaðarleg ráðstöfun inn á lán við, sem gildir frá kaupdegi fram til loka samfelldrar 10 ára nýtingar. 

Helstu skilyrði fyrir nýtingu úrræðisins eru:

  • Umsækjandi eignist 30% eignarhlut í eigninni.
  • Umsækjandi sæki um nýtinguna innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.
  • Umsækjandi sé að eignast sína fyrstu íbúð eða hafi ekki átt íbúðarhúsnæði í fimm ár.

Nánari skýringar á skilyrðunum má finna hér að neðan.

Árleg hámarksnýting séreignarsparnaðar er kr. 500.000,- fyrir hvern einstakling og nýtingin getur staðið yfir í að hámarki 10 ára samfellt tímabil.

Heimilt er að færa mánaðarlega ráðstöfun séreignar á milli lána eftir að umsókn hefur verið samþykkt, til dæmis þegar fyrsta íbúðin er seld og önnur keypt, eða við endurfjármögnun lána.

Opna umsókn um nýtingu séreignarsparnaðar

 

Almennt um nýtingu úrræðisins

Sótt er um nýtingu úrræðisins á þjónustuvef Skattsins en nýting getur hvort tveggja verið útborgun uppsafnaðs séreignarsparnaðar inn á bankareikning umsækjanda og/eða mánaðarleg ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán. Hægt er að sækja um báðar leiðir í einu eða einungis aðra þeirra velji umsækjandi það.

Útgreiðsla uppsafnaðs iðgjalds

Mánaðarleg ráðstöfun inn á lán

Sýnidæmi

Einstaklingur A byrjaði að greiða í séreignarsjóð í janúar 2016, og fór að greiða meira en 500.000 á ári eftir árið 2020. Hann kaupir sér íbúð í júlí 2022. A sækir um úrræðið í sama mánuði og getur valið nokkrar leiðir til að nýta úrræðið.

Dæmi 1

Dæmi 2

Dæmi 3 

Fjárhæðir

Einstaklingur getur að hámarki nýtt samtals kr. 500.000,- fyrir hverja tólf mánuði í samfellt tíu ár.

Eigið framlag einstaklings getur numið allt að 4% af iðgjaldsstofni og að hámarki 333 þús. kr. Framlag launagreiðanda getur numið allt að 2% og að hámarki 167 þús. kr. Framlag einstaklingsins getur ekki verið lægra en framlag launagreiðandans.

Samtals nemur hámarksheimild því 5.000.000 kr. á tíu ára samfelldu tímabili.

Hvenær á að senda umsókn

Kaup og sala fasteignar

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn

Afgreiðsla umsókna

Afgreiðslutími umsókna er almennt á bilinu 4-6 vikur, en getur verið lengri á stundum vegna árstíðabundinna anna.

Umsækjanda er tilkynnt um niðurstöðu þegar umsókn hefur verið afgreidd með tölvupósti á það netfang sem skráð er í umsókn.

Ef upp kemur við vinnslu umsóknar að gögn að upplýsingar vantar er haft samband við umsækjanda með tölvupósti.

Umsóknarferli

Eftir innskráningu skal velja Samskipti > Fyrsta íbúð og þar „Opna umsókn“.

Þrep 1 af 5

Þrep 2 af 5

Þrep 3 af 5

Þrep 4 af 5

Þrep 5 af 5

Breytingar á umsókn

Gera má breytingar á umsókn eftir að hún hefur verið staðfest með því að opna umsóknina á skattur.is og velja „breyta umsókn“. Helstu tilefni breytinga á umsókn eru þessar:

Endurfjármögnun fasteignalána

Kaup og sala fasteignar

Lagfæringar á umsókn

Nánari leiðbeiningar

Nánar um skilyrði nýtingar

Í þessum kafla er að finna helstu skilyrði úrræðisins og nánari skýringu á þeim.

Kaup á íbúð

Fyrsta íbúð umsækjanda

Ekki átt íbúðarhúsnæði í fimm ár

Íbúðarhúsnæði

Eignarhluti að lágmarki 30%

12 mánaða umsóknarfrestur

10 ára samfellt tímabil

Upphafsdagur

Íbúðalán

Greiða inn á afborgun eða höfuðstól láns.

Umsækjandi

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglunar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum