Erlendir listamenn

Listamenn sem fram koma í atvinnuskyni til skemmtunar hér á landi skulu greiða tekjuskatt af tekjum fyrir þau störf.  Með tekjum í þessu sambandi teljast hvers konar hlunnindi, þó ekki gisting og flutningur að og frá landinu hafi viðtakandi eigi greitt hann sjálfur. Ekki skiptir máli hvort aðili kemur fram á eigin vegum eða í nafni annars eða hvort greiðslan er frá innlendum eða erlendum aðila

Tekjuskattshlutfallið er 20% og eiga einstaklingar ekki rétt á persónuafslætti.

Sá sem fram kemur í atvinnuskyni til skemmtunar eða keppni án ákveðinna launa eða þóknunar, en nýtur þess í stað afraksturs af slíkri starfsemi, skal þó greiða 15% tekjuskatt af heildartekjum af slíku starfi án nokkurs frádráttar.

Einstaklingar skulu til viðbótar við tekjuskatt greiða útsvar af tekjum sínum í samræmi við ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Staðgreiðsluskylda

Ábyrgð á skattgreiðslum

Áhrif tvísköttunarsamninga

Virðisaukaskattur

Menningarstarfsemi

Listaverk

Skatt- og skráningarskylda

Ýmsar upplýsingar

Útlendingastofnun sér um veitingu dvalarleyfa og vegabréfsáritana hér á landi.

Veiting atvinnuleyfa heyrir undir Vinnumálastofnun.

Þjóðskrá skráir aðsetur útlendinga sem koma til Íslands í atvinnuskyni og úthlutar þeim íslenska kennitölu.

Lögreglustjóri veitir skemmtanaleyfi.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum