Útgáfu skattkorta hætt
Í samræmi við breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, voru skattkort lögð af frá og með árinu 2016.
Sjá nánar umfjöllun um persónuafslátt
Að halda utan um upplýsingar um persónuafslátt
Vilji launagreiðandi halda utan um upplýsingar um notkun persónuafsláttar sem hann fær frá launamönnum sínum getur launagreiðandi komið upp hverju því verklagi sem best hentar á hverjum vinnustað svo hægt sé að staðfesta að farið sé að óskum launamanns.
Hvað á að gera við gömlu skattkortin?
Eftir þessa breytingu missa gömlu skattkortin sitt fyrra gildi og hafa enga merkingu fyrir launagreiðendur aðra en staðfestingu á með hvaða hætti þeir launamenn sem hjá honum starfa hafi óskað eftir að persónuafsláttur þeirra verði nýttur. Heimilt er að farga skattkortum þeirra sem starfa hjá launagreiðanda eftir að viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar sem og skattkortum þeirra sem starfa ekki lengur hjá launagreiðanda.
