Dagpeningar

.

Almennt

Dagpeningar sem greiddir eru vegna ferðalaga launamanna á vegum launagreiðanda er ætlað að standa undir kostnaði launamannsins vegna fjarveru frá heimili sínu, s.s. gisti- og fæðiskostnaði og öðrum tilfallandi kostnaði sem af ferðinni hlýst.

Heimilt er að færa frádrátt á móti dagpeningum sem launamaður hefur fengið greidda frá launagreiðanda sínum þegar öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. Dagpeningarnir voru greiddir vegna tilfallandi ferða á vegum launagreiðanda.
  2. Dagpeningarnir voru greiddir vegna ferða utan venjulegs vinnustaðar.
  3. Launamaðurinn hefur sannanlega greitt ferðatengdan kostnað samkvæmt reikningi og geti sýnt fram á það.
  4. Að fyrir liggi í bókhaldi launagreiðanda, sem og launamanns, gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpeninga, svo og nafn og kennitala launamanns.

Á hverju ári eru settar reglur um hámark frádráttar frá dagpeningagreiðslum. Reglurnar eru birtar í skattmati. Heimill frádráttur getur þó tekið breytingum á tekjuárinu og eru þær í samræmi við ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands og erlendis. Ekki þarf að draga staðgreiðslu frá dagpeningunum ef greiðslurnar eru ekki hærri en ákvörðun ferðakostnaðarnefndar segir til um á hverjum tíma. Séu þær hærri ber að halda eftir og standa skil á staðgreiðslu af mismuninum.

Hvað felst í skilyrðinu um tilfallandi ferðir utan venjulegs vinnustaðar?

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum