Iðgjald í lífeyrissjóði
Til frádráttar á móti tekjum einstaklinga má færa iðgjald þeirra í lífeyrissjóð samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hámarksfrádráttur er 4% af iðgjaldsstofni. Einnig má færa til frádráttar allt að 4% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, þ.e. iðgjald í séreignarsjóð, sem greitt er til lífeyrissjóða eða starfstengdra eftirlaunasjóða. Skilyrði frádráttar er í báðum tilvikum að iðgjöld séu greidd reglulega.
Sömu reglur gilda hvort heldur um er að ræða launþega hjá öðrum eða mann sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og heimilt er að halda iðgjaldinu utan staðgreiðslu að uppfylltum sömu skilyrðum.
Hér er að finna lista yfir lífeyrissjóði sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum sem eru frádráttarbær.