Skattmat

.

Tekjuárið 2025

Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri gefa út reglur um mat á hlunnindum og öðrum tekjum og frádrætti sem meta þarf til verðs samkvæmt lögum um tekjuskatt. Reglur þessar eru auglýstar árlega og birtar í B-deild Stjórnartíðinda og gilda bæði við ákvarðanir á staðgreiðsluári og í skattframtali fyrir viðkomandi tekjuár.

Skattmatið gildir um alla þá sem njóta hlunninda eða annarra gæða sem telja ber til tekna og meta þarf til verðs, óháð starfssambandi milli þess sem lætur af hendi og hins sem nýtur. Almenna reglan er að meta skal hlunnindi og gæði til tekna á gangverði eða markaðsverði nema við eigi sérstakt skattmatsverð sem ákvarðað er í reglunum.

Í skattmatinu er einnig kveðið á um hvað ekki skal telja til tekna hjá launamanni, s.s. eins og almennar kaffiveitingar á starfsstað, þátttöku í námskeiðum sem beint tengjast starfi viðkomandi og kostnaði við ýmsa viðburði sem standa starfsmönnum öllum til boða.

Skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2025

Skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2025 gildir um mat á hlunnindum til tekna og kostnaði til frádráttar frá tekjum vegna þess árs og við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2025.

Skattmatið tekur til hvers þess sem nýtur hlunninda eða er aðnjótandi gæða, sem telja ber til tekna skv. 7. gr. laga nr. 90/2003, óháð starfssambandi milli þess er lætur hlunnindi eða gæði af hendi og þess sem þeirra nýtur. Skiptir ekki máli hvort það sem meta skal til tekna er endurgjald fyrir vinnu eða er tilkomið með öðrum hætti. Þegar talað er um launamann eða starfsmann í reglunum skal það eftir því sem við á einnig taka til maka hans og barna, svo og hvers þess aðila sem nýtur viðkomandi hlunninda í krafti eignar eða stjórnaraðildar, vensla eða tengsla, við þann sem hlunnindin lætur í té.

Almennt um mat á hlunnindum

Telja ber til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Á það t.d. við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum, svo og framlög og gjafir sé verðmætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. Til tækifærisgjafa teljast gjafir vegna starfsafmæla í heilum tug og stórafmæla starfsmanna í heilum tug. Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti.

Þau gæði og hlunnindi, sem ekki hafa verið í krónum talin, skal meta til peningaverðs og telja þau til tekna á því verði. Almenna reglan er að þau skulu metin til tekna á gangverði eða markaðsverði á hverjum tíma, nema við þau eigi sérstakt tekjumat.

Séu hlunnindi, eða annað sem telja ber til tekna, látið af hendi gegn greiðslu sem er lægri en skattmatið eða gangverðið skal telja mismuninn til tekna.

Sérstakt tekjumat

Eftirfarandi reglur gilda um með hvaða verði skuli telja hlunnindi og fríðindi til tekna samkvæmt sérstöku tekjumati, sem og um ákvörðun á frádrætti vegna kostnaðar á móti tilteknum tekjum.

Ýmis starfstengd hlunnindi

Fatnaður

Bifreiðahlunnindi

Önnur vélknúin ökutæki og tengivagnar

Hlunnindi af notkun einkaflugvéla

Samgöngugreiðslur

Fæði

Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði, annað húsnæði, jarðir og hlunnindi jarða

Íþróttaiðkun og líkamsrækt

Lán

Frádráttur á móti ökutækjastyrk

Frádráttur á móti dagpeningum

Frádráttur vegna fósturs barna

Frádráttur vegna dagvistunar eða sumardvalar barna

Frádráttur hjá stuðningsfjölskyldum fatlaðra barna

Frádráttur vegna vistunar aldraðra og öryrkja

Fæðisfrádráttur hjá launagreiðanda

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað