Styrkir

Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna þeirra hvaðan sem styrkjanna er aflað. Styrkir eru skattlagðir eins og launatekjur og bera tekjuskatt og útsvar. Heimilt getur verið að telja kostnað til frádráttar. Persónulegur kostnaður leyfist þó aldrei til frádráttar. Frádráttur verður aldrei hærri en styrkfjárhæð og ef kostnaður er lægri en styrkurinn telst mismunurinn til skattskyldra tekna.

Séu styrkir veittir fyrir fleiri en eitt ár er heimilt að skipta þeim á þau ár sem þeir varða. Hafi slíkur styrkur verið greiddur á að eignfæra það sem ónotað er í árslok og tekjufæra á næsta ári.

Alveg sambærileg sjónarmið eiga við um styrki og frádrátt á móti þeim, hver sem greiðandi styrksins er.

Styrkir til eignakaupa teljast til tekna og leyfist ekki frádráttur á móti þeim. Undantekning frá þessu geta þó verið styrkir sem veittir eru frá ríki eða sveitarfélögum vegna örorku og byggjast á lögum þar um. Í slíkum tilvikum færist stofnverð eigna til frádráttar á móti styrkfjárhæð. 

Skattskyldir styrkir

Hér að neðan eru talin upp nokkur dæmi um skattskylda styrki. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. Fjallað er um styrki sem greiddir eru af stéttarfélögum undir sér lið. Í einhverjum tilvikum getur verið heimilt að færa kostnað til frádráttar, annað hvort að öllu leyti eða að ákveðnu hámarki.

Námskeiðsstyrkir

Íþróttaiðkun

Samgöngustyrkir - samgöngugreiðslur

Nám, rannsóknir og vísindastörf

Styrkir til orlofsdvalar

Ættleiðingarstyrkir

Undantekningar frá skattskyldu styrkja

Nokkrar tegundir styrkja teljast ekki til skattskyldra tekna, en það heyrir til undantekninga.

Bifreiðakaupastyrkur

Jöfnun á námskostnaði

Samskotafé

Endurhæfing fatlaðra

Styrkir frá Umhyggju

Tækjakaup fatlaðra

Húsafriðunarsjóður

Styrkir frá stéttarfélögum

Almenna reglan er að allir styrkir frá stéttarfélögum teljast til skattskyldra tekna móttakanda. Skiptir ekki máli hvort þeir eru greiddir úr styrktar- eða sjúkrasjóðum, starfsmenntunar- eða endurmenntunarsjóðum félaganna.

Styrkir frá stéttarfélögum geta verið af ýmsum toga. Í sérstökum tilvikum getur verið heimilt að færa kostnað til frádráttar á móti styrk. Ekki kemur til greina frádráttur vegna persónulegra útgjalda, s.s. vegna kaupa á gleraugum, heyrnartækjum, tannviðgerða, sjúkraþjálfunar, sálfræðiþjónustu, krabbameinsskoðunar, glasafrjóvgunar, dvalar á heilsustofnunum og vegna útfarar. Kostnað vegna kaupa á eignum er óheimilt að færa til frádráttar á móti styrkjum.

Frá styrkjum úr starfsmenntunarsjóðum og endurmenntunarsjóðum stéttarfélaga er heimilt að draga kostnað vegna námskeiða sem tengjast starfi viðkomandi styrkþega, en ekki ef um er að ræða námskeið sem telst vera tómstundagaman og þar með persónulegur kostnaður. Frádráttur verður aldrei hærri en styrkfjárhæð.

Íþróttaiðkun

Námskeiðsstyrkir

Styrkir til bókakaupa

Styrkir til eignakaupa

Styrkir til orlofsdvalar

Styrkir til tölvukaupa

Ættleiðing barns

Námsferðir

Útfararstyrkir

Verkfallsstyrkir

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum