Aðflutningsskýrsla - eyðublað E-1 - leiðbeiningar

Þessar leiðbeiningar eru úreltar en eru birtar hér af sögulegum ástæðum. 

Ekki er lengur tekið við E-1 tollskýrslum nema vegna leiðréttinga. Í stað þess er nú notað E-2 (SAD)

Leiðbeiningar um útfyllingu SAD tollskýrslu við innflutning.

Útfylling eyðublaðs E-1

Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita, dálka og lína aðflutningsskýrslu hvort sem um er að ræða tollskýrslu á pappír eða rafræn skil .

Skýringum við reiti og dálka er skipt í tvo hluta. Annars vegar er gerð grein fyrir hvaða upplýsingar eiga að vera í reitnum og hins vegar skýrt út á hvaða formi upplýsingar í reitnum eða dálknum eiga að vera (gerð svæðis).

Við útfyllingu einstakra reita og dálka aðflutningsskýrslu, eins og nánar er lýst hér á eftir, ber í ýmsum tilvikum að nota lykla (kóða). Þar sem þeirra er ekki sérstaklega getið hér á eftir er þá að finna hér: Lyklar í tollakerfi.

Tölvuvinnsla tollskjala er við það miðuð að Tollstjóri reikni út í tölvukerfi tollsins tollverð og þau gjöld, sem kunna að falla á vöru við innflutning, og erlendar fjárhæðir séu umreiknaðar miðað við tollafgreiðslugengi sem í gildi er á hverjum tíma. Innflytjandi þarf því hvorki að færa inn tollgengi (reitur 18) né umbreyta erlendum fjárhæðum eða reikna út aðflutningsgjöld frekar en hann vill. Til samanburðar við álagningu og útreikning Tollstjóra er þó mælt með að innflytjendur reikni sjálfir út aðflutningsgjöldin í tollskýrslu en hafa ber þó í huga að tollgengi getur breyst og þar með álögð gjöld.

Notkun SMT-aðflutningsskýrslu í stað E-1 eyðublaðsins

Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-aðflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla. Nokkur frávik eru þó sem hafa verður í huga þegar SMT-aðflutningsskýrsla er gerð. Verður sérstaklega fjallað um þessi frávik þegar fjallað hefur verið um útfyllingu reita E-1 eyðublaðsins.

Tollskýrsla leiðrétt við eða eftir tollafgreiðslu

Ef leiðrétta þarf tollskýrslu, hvort sem fullnaðartollafgreiðsla hefur farið fram eða og án tillits til þess hvort um SMT-tollafgreiðslu eða tollafgreiðslu samkvæmt tollskýrslu á pappír er að ræða, ber innflytjanda að afhenda Tollstjóra leiðrétta skriflega tollskýrslu ásamt fylgiskjölum, nema fullnægjandi fylgiskjöl hafi þegar verið afhent Tollstjóra og hann geri ekki sérstaklega kröfu til framlagningar þeirra. Við SMT-tollafgreiðslu eru leiðréttingar á tollskýrslu þó gerðar með nýrri SMT-tollskýrslu hafi fullnaðartollafgreiðsla ekki farið fram, þ.e. afhendingarheimild ekki verið veitt.

Leiðrétt skýrsla skal fyllt út með venjulegum hætti eins og kveðið er á um útfyllingu einstakra reita og dálka hér á eftir en þó skal dagsetning í reit 3 vera leiðréttingardagur hennar. Auk þess skal tilgreina eftirfarandi í næstu línu fyrir neðan síðustu tollflokkunarfærslu í dálkum 29 til 35: LEIÐRÉTTING á aðflutningsskýrslu ... (og tilgreina e.a.: sem þegar hefur verið tollafgreidd eða er ótollafgreidd) ... og þar fyrir aftan tilvitnun í afgreiðslunúmer þeirrar skýrslu sem verið er að leiðrétta hafi tollafgreiðsla þegar átt sér stað.

Ofgreidd eða vangreidd gjöld eru staðgreidd með venjulegum hætti.

Skilgreining á gerð svæðis í reit

Fyrir neðan skýringartexta hvers reits eða dálks sem háður er hámarkslengd texta eða fjölda stafa, er tilgreint hverrar gerðar svæði reitsins er. Skilgreiningar þessar eru skammstafaðar innan sviga og hafa eftirfarandi merkingu:

  • a..(n) Texti allt að tiltekinni hámarkslengd, (n) segir til um hámarks stafafjölda svæðis.
  • a(n) Texti bundinn við tiltekna lengd, (n) segir til um þann stafafjölda sem vera skal í svæði. Texti skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n) segir til um.
  • n..(n,n) Töluleg upphæð allt að tiltekinni hámarkslengd, (n,n) segir til um hámarks stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu.
  • n(n,n) Töluleg upphæð bundinn við tiltekna lengd, (n,n) segir til um stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu. Upphæð skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n,n) segir til um.

Tilvísun í tilsvarandi reiti á E-2 eyðublaðinu (samskjalinu) er einnig að finna fyrir neðan skýringartexta viðkomandi reits eða dálks.

Athugasemdir

  • Reitir 8 - 27 eru upplýsingar um heildarsendinguna, en reitir og dálkar 28 - 37 eru fyrir upplýsingar um hvert tollskrárnúmer.
  • Reitir eða dálkar sem ekki er skylt að fylla út eru auðkenndir með orðinu VAL aftan við heiti reits eða dálks.
  • Reitir sem merktir eru með bókstaf eru ætlaðir tollyfirvöldum.
  • Þegar í vörusendingu eru vörur sem flokkast í sama tollskrárnúmer en hluti þeirra er t.d. undanþeginn aðflutningsgjöldum lögum samkvæmt skal gera grein fyrir vörunni sem undanþágu nýtur í sér línu í aðflutningsskýrslunni, sbr. tilvísun í undanþágu í reit 14.
  • Þegar um er að ræða innflutning skráðan verðlausan til tolls, t.d. sýnishorn, gjafir, farangur ferðamanna eða búslóð, er ekki nauðsynlegt að fylla út aðra reiti en 1-31.
    Þegar um innflutning í atvinnuskyni er að ræða er skylt að fylla E-1 eyðublaðið út í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir.

Reitur 1: Skýrsla

Reitur 2: Áritun prókúruhafa (ábyrgðaryfirlýsing)

Reitur 3: Dagsetning skýrslu

Reitur 4: Tilvísun innflytjanda - Val

Reitur 5: VY-Lykill (Viðskiptaverð)

Reitur 6: Innflytjandi (ef umboðsaðili er skráður í reit 10)

Reitur 7: Kennitala

Reitur 8: Viðskiptaland

Reitur 9: Sendingarnúmer

Reitur 10: Innflytjandi eða umboðsmaður

Reitur 11: Farmskrárnúmer/Viðtökunúmer

Reitur 12: Þyngd brúttó (kg)

Reitur 13: Vörugeymsla

Reitur 14: Skírteini, leyfi og vottorð (teg. og nr.)

Reitur 15: Fast skráningarnúmer

Reitur 16: Tala fylgiskjala

Reitur 17: Mynt

Reitur 18: Gengi - Val

Reitur 19: Afhendingarskilmálar

Reitur 20: Heildarfjárhæð reiknings

Reitur 21: Tollverðsgengi - Val

Reitur 22: FOB-Verð Í erlendri mynt

Reitur 23: FOB-Verð í íslenskum krónum - Val

Reitur 24: Flutningsgjald

Reitur 25: Annar kostnaður

Reitur 26: Vátrygging

Reitur 27: Tollverð - Val

Dálkur 28: Tollskrárnúmer

Dálkur 29: Vörutegund

Dálkur 30: Einingartala og Dálkur 31: Nettóvigt

Dálkur 32: FOB-Verð í erlendri mynt

Dálkur 33: Tegund gjalda - Val

Dálkur 34: Lykill upprunalands

Dálkur 35: Tollverð - Val

Dálkur 36: Tolltaxti - Val

Dálkur 37: Tollfjárhæð - Val

Reitur 38: Samtals - Val

Reitur 39: Tollur alls - Val

Reitur 40: Önnur gjöld - Val

Reitur 41: Virðisaukaskattur - Val

Reitur 42: Gjöld alls - Val


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum