Innflutningur ökutækja á íslenskum númerum

Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum má flytja aftur til Íslands án greiðslu aðflutningsgjalda og ekki þarf að sækja um skráningu að nýju nema ökutækið hafi verið afskráð við brottför.

Greiða þarf aðflutningsgjöld ef:

  • Gjöld voru endurgreidd við útflutning
  • Unnið var við ökutækið erlendis (s.s. breytingar, viðbætur)

Tollskoðun og farangur

Við komuna til landsins þarf:

  • Ferðamaðurinn, ökutækið og farangurinn að fara í almenna tollskoðun.

Ef varningur er í ökutækinu og ferðamaður kemur ekki sjálfur með það, þarf að fylla út farangursyfirlýsingu. Þess þarf ekki þegar ferðamaður kemur sjálfur með ökutækið, t.d. með ferju.

Gott að hafa í huga

Þú gætir þurft að sýna fram á:

  • Að varningurinn sem þú flytur inn sé tollfrjáls.

  • Að hlutur hafi verið keyptur hér á landi og tekinn með í ferð.

Til að auðvelda tollafgreiðslu er mikilvægt að geymda kvittanir fyrir vörum sem keyptar eru í ferðinni, sérstaklega ef unnið var við ökutækið (t.d. breytingar eða viðbætur).

Kílómetragjald - akstur erlendis

Akstur erlendis er undanþegin kílómetragjaldi á Íslandi. Skilyrði fyrir undanþágunni er að gjaldskyldur eigandi eða umráðamaður skrái stöðu akstursmælis ökutækis:

  • við brottför frá landinu

  • við komu til landsins

Sækja þarf sérstaklega um niðurfellingu kílómetragjalds vegna aksturs erlendis til ríkisskattstjóra eftir að ökutækið er komið aftur til landsins. Framvísa þarf staðfestingu á tímabundnum útflutningi.

Nánari upplýsingar um kílómetragjald


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum