Reiðufé

Innflytjendum, útflytjendum og eftir atvikum tollmiðlurum, ferðamönnum og farmönnum er skylt að gera sérstaklega grein fyrir fjármunum, í reiðufé eða handhafabréfum, þ.m.t. ferðatékkum, sem fluttir eru til landsins frá útlöndum og frá landinu til útlanda að fjárhæð sem nemur 10.000 evrum eða meira, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.

Tilgangurinn með þessari upplýsingaöflun er að koma í veg fyrir peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og baráttu gegn hryðjuverkum og annarri ógn sem steðjar að þvert á landamæri.

Tollgæslunni er heimilt að leggja hald á fjármuni ef grunur leikur á að þeir verði notaðir við brot gegn refsiákvæðum almennra hegningarlaga, samanber 162. grein tollalaga númer 88/2005. Eru slík mál afhent lögreglunni til meðferðar.

Sambærilegar reglur gilda í öllum helstu viðskiptalöndum Íslands.

Hvernig á að gera grein fyrir fjármununum?

Það er gert með því að fylla út eyðublaðið E-29 (pdf 194KB) prenta og afhenda tollgæslunni á brottfarar- eða komustað. Eyðublaðið er einnig hægt að nálgast hjá tollgæslunni.

Ítarefni

Eyðublöð

Eyðublað E-29 - Skýrsla um reiðufé að fjárhæð meira en € 10.000 

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum