Kæruleiðir - tollamál

Kæruheimildir varðandi ákvarðanir tollyfirvalda eru í tollalögum en einnig má finna í ýmsum öðrum lagabálkum ákvæði þar að lútandi. Helst má finna slíkt í lögum um úrvinnslugjöld, lögum um virðisaukaskatt og lögum um vörugjöld af ökutækjum. Einnig gilda almennar málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga um þau mál sem ekki er sérstaklega fjallað í ofangreindum sérlögum. Er það sammerkt með ákvæðum þessara laga að þar er verið að fjalla um ákvarðanir tollyfirvalda er lúta að gjaldskyldu aðflutningsgjalda, hvernig þau eru ákvörðuð þ.e. tollverð og tollflokka, hvað liggur að baki, hvort heimild er til niðurfellingar, lækkunar eða frestun á greiðslu þessara gjalda.

Kærur til tollyfirvalda

Heimildir eru í lögum fyrir aðila máls til að kæra ákvarðanir til úrskurðar hjá tollyfirvöldum.

Kærur samkvæmt tollalögum

Kærur til yfirskattanefndar

Kærur til fjármálaráðherra

Málskot til dómstóla

Umboðsmaður Alþingis

Hvað þarf að felast í kæru og úrskurði

Kæra þarf að vera:

  • Rökstudd
  • Skrifleg
  • Studd nauðsynlegum gögnum
  • Send inn áður en kærufrestur rennur út

Úrskurður þarf að vera:

  • Rökstuddur
  • Skriflegur
  • Sendur með sannanlegum hætti (ábyrgðarpósti) til kæranda
  • Fram þarf að koma hvernig hægt er að skjóta málinu áfram til frekari málsmeðferðar

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum