Barnabætur

.

Almennt

Reiknivél barnabóta

Rétt til barnabóta á Íslandi eiga þau sem hafa á framfæri sínu börn og eru heimilisföst/búsett hér eða dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á 12 mánaða tímabili.

Útreikningur

Barnabætur eru tekjutengdar og reiknaðar út frá tekjum á skattframtali. Fjármagnstekjur og tekjur erlendis hafa áhrif á útreikning barnabóta. Það á einnig við um laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð.

Barnabætur á fæðingarári

Á árinu 2025 er foreldrum í fyrsta sinn greiddar barnabætur á fæðingarári barnsins. Fjárhæðin sem greidd er á fæðingarári kemur til lækkunar þeirra barnabóta sem greiddar verða í febrúar og maí árið eftir.

Barnabætur á fæðingarári eru greiddar út sjálfkrafa til foreldra. Ekki þarf að sækja um.

Nánar um barnabætur á fæðingarári

Greiðslur

Barnabætur eru reiknaðar í álagningu árið eftir að barn fæðist og í síðasta skipti árið sem 18 ára aldri er náð. Börn þurfa að vera skráð til heimilis hjá framfæranda í lok árs.

Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrstu tvær greiðslur ársins eru fyrirframgreiðsla og dregnar frá útreiknuðum barnabótum ákvörðuðum við álagningu miðað við tekjur á skattframtali. Eftirstöðvunum er svo skipt í tvær greiðslur.

  • 1. febrúar - fyrirframgreiðsla
  • 1. maí - fyrirframgreiðsla
  • 1. júní - ákvarðaðar barnabætur
  • 1. október - ákvarðaðar barnabætur

Með börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu eru greiddar aukalega sérstakar barnabætur, sem einnig eru tekjutengdar. 

Fjárhæð barnabóta

Fyrirframgreiðsla barnabóta

Áhrif hjúskaparstöðu á ákvörðun barnabóta

Hér er fjallað um helstu forsendur við ákvörðun á barnabótum.

Framfærendur barna

Hjón

Sambúðarfólk

Foreldrar barna með skipta búsetu

Einstæðir foreldrar

Sameiginleg forsjá

Ný sambúð

Skilnaður / samvistarslit

Flutningur milli landa

Þau sem flytja til eða frá landinu á árinu frá barnabætur hlutfallslega miðað við dvalartíma á Íslandi.

Þetta á þó ekki við um námsmenn erlendis sem sækja um að halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi. Þau eiga rétt á barnabótum hér á landi að því marki sem þær eru hærri en fengnar barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá.

Námsmenn erlendis

EES barnabætur

Tímabundin dvöl á Íslandi með barn

Foreldri yngra en 16 ára

Foreldrar yngri en 16 ára fá ekki sjálf úthlutuðum barnabótum heldur fær þess eigin framfærandi barnabætur, t.d. amma og afi barnsins. Það breytir ekki ákvörðun barnabóta þó foreldri barnsins taki upp sambúð áður en það nær 16 ára aldri.

Framfærandi fær þannig barnabætur bæði vegna barns og barnabarns og ákvarðast þær miðað við tekjur og hjúskaparstöðu þess. Tekjur ungmennis sem ekki hefur náð 16 ára aldri koma ekki til skerðingar.

Þegar foreldri barns hefur náð 16 ára aldri telst það framfærandi barns síns og fær þá sjálft úthlutað barnabótum eftir það.

Andlát barns

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað

.