EES barnabætur

.

Almennt

Barnabætur eru almennt aðeins greiddar með börnum sem búsett eru á Íslandi. Frá þessu eru undantekningar. Greiddar eru barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi ef framfærandi barnanna:

  • starfar á Íslandi og er hér að fullu skattskyldur og er ríkisborgari í landi innan evrópska efnahagssvæðisins (EES), aðildarríkis stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) eða í Færeyjum.
  • er búsettur erlendis en sjúkratryggður á Íslandi samkvæmt lögum um almannatryggingar.
  • starfar erlendis fyrir aðila sem greiðir tryggingagjald á Íslandi.

Börnin þurfa að vera búsett innan EES, aðildarríkis EFTA eða í Færeyjum.

Framfærendur

Eingöngu framfærendur barna eiga rétt á greiðslu barnabóta. Þau sem greiða meðlag með barni teljast ekki sem framfærandi í þessu sambandi.

Umsókn

Sækja þarf um EES-barnabætur árlega í lok hvers tekjuárs með eftirfarandi umsóknareyðublaði RSK 3.20.

Eyðublöð

Gögn með umsókn

Umsækjandi skal leggja fram fullnægjandi gögn frá bæru stjórnvaldi í því ríki sem börnin eru heimilisföst. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókninni.

Fyrir umsækjanda sem er giftur eða í sambúð

Fyrir umsækjanda sem er einstætt foreldri:

Lífeyrisþegar búsettir erlendis

Starf í öðru EES-ríki og barn/börn búsett á Íslandi

Þau sem bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, en starfa í öðru EES-ríki og geta átt rétt á barnabótum í atvinnuríkinu, jafnvel þó börnin séu heimilisföst á Íslandi.

Ef maki býr á Íslandi og starfar hér telst réttur til barnabóta vera fyrst hér á landi, en ef barnabætur eru hærri í hinu ríkinu þá ber því ríki að greiða mismuninn.

Eyðublöð


.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum