Ákvarðandi bréf nr. 004/2004
Vaxtabætur vegna lána sem tekin eru til að greiða upp lán sem
Nokkuð hefur borið á fyrirspurnum til skattyfirvalda um framangreint efni og af því tilefni þykir ríkisskattstjóra rétt að vekja athygli á eftirfarandi.
Lán sem tekið er til endurgreiðslu eldri lána sem tekin hafa verið og ráðstafað til íbúðarkaupa verða með sama hætti að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra lána sbr. 2. mgr. 68. gr. B. laga 90/2003. Það telst tekið til öflunar á íbúðarhúsnæði að því marki sem höfuðstóll hins nýja láns svarar til uppgreiðslu á eldri lánum vegna íbúðarkaupa, enda sé nýja lánið ekki hærra en uppreiknaðar eftirstöðvar eldri lána þ.m.t. gjaldfallnar en ógreiddar afborganir af þeim á greiðsludegi. Sé hið nýja lán hærra en uppreiknaðar eftirstöðvar eldri lánanna takmarkast réttur til vaxtabóta við það hlutfall sem uppreiknaðar eftirstöðvar eldri lánanna eru af höfuðstól nýja lánsins. Lántökukostnaður telst til vaxtabótastofns í sama hlutfalli og höfuðstóll lánsins.
Uppsafnaðar áfallnar verðbætur á þau lán sem greidd eru upp með nýju lántökunni teljast ekki fremur en verið hefur til vaxtakostnaðar við útreikning vaxtabóta vegna eldri lánanna, né vextir og verðbætur af gjaldföllnum en ógreiddum afborgunum, sem teljast til fyrri ára, er nú kunna að vera greiddir með nýja láninu.
Ríkisskattstjóri.