Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 018/1999

12.11.1999

Fyrirspurn varðandi frestaðan söluhagnað hlutabréfa.

12. nóvember 1999 T-Ákv. 99-018 is 1999-10-0198

Ríkisskattstjóri hefur móttekið bréf yðar, dags. 20. október 1999. Í bréfinu kemur m.a. fram:

Óskað er eftir áliti ríkisskattstjóraembættisins varðandi eftirfarandi álitaefni sem undirrituðum er ekki kunnugt um að hafi verið svarað, hvorki af hálfu ríkisskattstjóra, yfirskattanefnd eða dómstólum.

Ríkisskattstjóri hefur túlkað núgildandi 7. mgr. 17. gr. laga nr.75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt á þá leið að kaup á erlendum hlutabréfum veiti sama rétt og kaup á hlutabréfum í innlendum félögum til niðurfærslu stofnverðs um hinn frestaða söluhagnað (sbr. bréf RSK dags. 5. sept. 1996 - Tilvísun: TSK/SHAR/153).

Því er spurt:
Hefur það einhverjar skattalegar afleiðingar ef viðkomandi einstaklingur flytur af landi brott án þess ad hafa áður selt hlutabréfin þar sem stofnverðið hafði verið fært niður?

Í bréfum ríkisskattstjóra frá 27. ágúst 1998 og 12. september 1998kemur fram svar við ofangreindu álitaefni. Í báðum bréfunum kemur fram að rofni heimilisfesti hérlendis rakni upp frestunarheimildir, þannig að það kemur til skattlagningar hins frestaða söluhagnaðar. Telst hagnaður í þeim tilvikum með skattskyldum tekjum á því ári þegar hann myndaðist.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum