Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 012/1999

11.8.1999

Ekkja selur bújörð. Skattalegar afleiðingar.

11. ágúst 1999 T-Ákv. 99-012 is

Með bréfi dagsettu 22. júlí sl er varpað fram spurningum varðandi skattalega meðferð á söluhagnaði.

Bóndi til margra ára féll frá 1997. Núna tveimur árum síðar selur ekkja hans jörðina. Ekkjan hafði aldrei verið skráð sem standandi að búrekstrinum.

Þér viljið vita hvort ákvæði 14.gr laga nr 75/1981 um tilhliðrun í skattlagningu jarða eigi við.

Svarið er játandi.

Í þessu tilviki telur ríkisskattstjóri aðstæður með þeim hætti að við ákvörðun á skattskyldu skuli öldungis sömu sjónarmið gilda varðandi ekkjuna og gilt hefðu ef bóndinn hefði selt jörðina.

Ákvæði téðrar 14. gr. um ráðstöfun hagnaðar o.s.frv. eiga þannig öll við í þessu máli.

Þess er vænst að svarið sé fullnægjandi.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum