Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 008/1999

1.6.1999

Frestun söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði.

1. júní 1999 T-Ákv. 99-008 is

Vísað er til fyrirspurnar yðar, dags. 22. febrúar 1999, þar sem þér óskið álits ríkisskattstjóra á því hvort þér getið fært frestaðan söluhagnað af íbúðarhúsnæði til tekna eftir eitt ár í stað tveggja.

Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt,getur maður farið fram á frestun söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi. Kaupi hann ekki annað íbúðarhúsnæði eða hefji byggingu þess innan þess tíma telst söluhagnaðurinn, framreiknaður, með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist.

Það er álit ríkisskattstjóra að umrætt ákvæði girði ekki fyrir þann möguleika að unnt sé að telja hinn frestaða söluhagnað til tekna eftir ein áramót þótt fenginn hafi verið frestur á skattlagningu um tvenn áramót.

Svarið við fyrirspurn yðar er því já, þér getið fært frestaðan söluhagnað af íbúðarhúsnæði til tekna eftir eitt ár í stað tveggja og telst hann þá, framreiknaður, með skattskyldum tekjum yðar á fyrsta ári frá því er hann myndaðist.

Beðist er velvirðingar á drætti þeim er orðið hefur á svari þessu.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum