Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 835/1998

20.1.1998

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga og stofnana þeirra

20. janúar 1998
G-Ákv. 98-835

Vísað er til bréfs yðar, dags. 24. nóvember 1997, þar sem spurst er fyrir um, hvort hafnarsjóðir sveitarfélaga fái endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða Bifreiðaskoðun hf. vegna löggildingar á hafnarvogum.

Samkvæmt 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, skal endurgreiða ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.

Í bréfi yðar kemur fram að umrædd þjónusta krefjist almennt starfsmanna með háskólamenntun. Skv. framansögðu ættu því hafnarsjóðir að fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða vegna löggildingar á hafnarvogum.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum