Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 963/2000

5.12.2000

Virðisaukaskattur - opinberir aðilar - fyrning endurgreiðslu

5. desember 2000
G-Ákv. 00-963

Ríkisskattstjóri hefur með bréfi dagsettu í dag, tilv. G-alm. 45/00, sett fram álit sitt á fyrningu endurgreiðsluréttar skv. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988 og 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990.

Athygli yðar er hér með vakin á álitinu, sem er svohljóðandi:

"Ríkisskattstjóri vill vekja athygli yðar á því áliti sínu að krafa til endurgreiðslu af umræddum toga fyrnist á 10 árum frá þeim degi að telja að krafa fyrst varð gjaldkræf, þ.e. frá gjalddaga endurgreiðslu miðað við að endurgreiðslubeiðni hefði verið sett fram þegar að loknu endurgreiðslutímabili. Álitið byggist á ákvæði 4. gr. sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 14/1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, enda er ekki kveðið á um annan fyrningarfrest slíkra krafna hvorki í lögum nr. 50/1988 né í reglugerð nr. 248/1990.  Í því sambandi er vert að geta þess að í skattframkvæmd hefur verið litið svo á að 6 ára tímamark 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 taki aðeins til ákvarðana sem íþyngjandi eru fyrir gjaldendur."

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum