Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 910/1999

23.3.1999

Innskattsfrádráttur af veggjaldi um X

23. mars 1999
G-Ákv. 99-910

Vísað er til bréfs yðar sem barst með tölvupósti þann 12. mars 1999, þar sem spurst er fyrir um innskattsfrádrátt af veggjaldi um X.

Við opnun X, sem eingöngu eru ætluð fyrir akstur bifreiða, varð sú breyting á að þjóðvegur nr. 1 liggur undir fjörðinn í stað þess að liggja inn fyrir fjörðinn svo sem áður var. Við verðlagningu vegna gjaldtöku í göngin var höfð sú viðmiðun að þau væru samkeppnisfær við þjóðveg nr. 52 sem liggur fyrir X. Ríkisskattstjóri lítur svo á, að í dag hafi menn val um hvort þeir aki fyrir fjörðinn og greiði þann kostnað sem af því hlýst í formi eldsneytis o.fl. eða kaupi akstursaðgang að X. Hér sé í báðum tilvikum um rekstrarkostnað bifreiðar að ræða. Aðgangur að X getur eðli málsins samkvæmt ekki tengst öðru en kostnaði vegna bifreiðar.

Með vísan til framanritaðs er innskattsfrádráttur ekki heimill vegna aðgangs fólksbifreiðar að göngunum, sbr. 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og 6. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt. Innskattsfrádráttur vegna kostnaðar við aðgang að X er hins vegar heimill vegna vöru- og sendibifreiða  að uppfylltum skilyrðum um gerð, búnað og not bifreiðar, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 192/1993, enda séu gögn þar að lútandi fullnægjandi.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum