Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 908/1999

4.3.1999

Virðisaukaskattur af aðgangseyri að ljósabekkjum á sundstöðum

4. mars 1999
G-Ákv. 99-908

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri minna á að innheimta ber virðisaukaskatt af aðgangi að ljósabekkjum á sundstöðum.

Aðgangseyrir að sundstöðum og heilsuræktarstöðvum er undanþeginn virðisaukaskatti skv. 5. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Að mati ríkisskattstjóra fellur aðgangur að líkamsræktartækjum, sturtu og nuddpottum undir þessa undanþágu, hvort sem þessi þjónusta er seld sérstaklega eða ekki. 

Þegar fleiri en ein tegund þjónustu er seld sem þjónustuheild, þ.e. ekki er hægt að kaupa eina tegund þjónustu sérstaklega þá ber að innheimta virðisaukaskatt af þjónustuheildinni jafnvel þó einhver tegund þjónustunnar væri undanþegin virðisaukaskatti væri hún seld sérstaklega. Dæmi um þetta er þegar aðgangur að sundlaug er innifalinn í verði ljósakorts, enda hafi kaupandinn ekki val um að kaupa aðgang að ljósabekk sérstaklega.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum