Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 878/1998

14.9.1998

Virðisaukaskattur – sala þjónustu á Interneti til erlendra aðila.

14. september 1998
G-Ákv. 98-878

Vísað er til bréfs yðar, dags. 5. júlí sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort innheimta beri virðisaukaskatt af sölu á draumráðningarþjónustu til erlendra aðila.

Sala á þjónustu til erlendra aðila er virðisaukaskattsskyld skv. lögum nr. 50/1988 enda sé hún ekki sérstaklega undanþegin skattinum skv. 3. mgr. 2. gr. laganna. Í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna segir að sala á vissri þjónustu til erlendra aðila sé undanþegin virðisaukaskattsskyldri veltu. Annars vegar er um að ræða þjónustu sem er að öllu leyti nýtt erlendis og hins vegar sölu á þjónustu til erlendra aðila þó að hún sé ekki nýtt að öllu leyti erlendis ef kaupandi gæti, væri starfsemi hans skráningarskyld hér á landi, talið virðisaukaskatt vegna kaupanna til innskatts. Í ákvæðinu er síðan talin upp sú þjónusta sem fellur undir ákvæðið og getur draumráðningarþjónusta ekki talist þar á meðal.

Með vísan til framanritaðs ber að innheimta virðisaukaskatt (24,5%) af umræddri þjónustu.

Athygli yðar er vakin á því að yður ber að gefa út sölureikning við afhendingu á umræddri þjónustu sem uppfyllir ákvæði 4. gr. reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila. Ríkisskattstjóri getur þó heimilað aðila að nota annað söluskráningarkerfi, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 50/1988.

Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á því að svara fyrirspurn yðar.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum