Óbeinir skattar
Ákvarðandi bréf nr. 861/1998
Virðisaukaskattur - lög nr. 80/1998 – Aðgangur að vegamannvirkjum
30. júní 1998
G-Ákv. 98-861/G-Ákv. 053
Hér með sendist yður, skattstjóri, ljósrit af lögum nr. 80/1998, um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Lög nr. 80/1998 hafa einungis að geyma eina breytingu á lögunum. Með breytingunni er nýjum tölulið bætt við 2. mgr. 14. gr. virðisaukaskattslaga sem gerir að verkum að innheimta ber 14% virðisaukaskatt af aðgangi að vegamannvirkjum í stað 24,5% áður.
Lögin tóku gildi við birtingu sem var 24. júní sl.
Ríkisskattstjóri