Auglýsingar

Auglýsing ríkisskattstjóra um framlagningu álagningarskrár einstaklinga 2023

11.8.2023

Auglýsing ríkisskattstjóra um framlagningu álagningarskrár 2023 vegna álagningar opinberra gjalda á tekjur einstaklinga tekjuárið 2022, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra um lok álagningar á einstaklinga þann 31. maí 2023.

Álagningarskrá vegna álagningar 2023 á einstaklinga verður lögð fram dagana 17. ágúst til 31. ágúst 2023 að báðum dögum meðtöldum á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur, en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.

Auglýsing þessi er birt, skv. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Reykjavík, 9. ágúst 2023.

Ríkisskattstjóri,

Snorri Olsen

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum