Ríki-fyrir-ríki skýrslur (CbC) - Tæknilýsing

Á þessari síðu er tæknilýsing fyrir skil á upplýsingum samkvæmt CbC. Notað er XML snið ríkisskattstjóra og  CbC XML schema version 1.0 notað til grundvallar. Leitast er við að hafa kafla XML skjalsins sem líkasta CbC skilgreiningunum en þó eru nokkur atriði einfölduð. Hægt er að nálgast CbC skilgreininguna á vef OECD: CbC lýsing í PDF-formi.

Lýsingin hér á síðunni er fyrst og fremst gerð fyrir tæknifólk en á vef ríkisskattstjóra má finna upplýsingar og reglur um samantekt þeirra upplýsinga sem skal skila: skatturinn.is/fagadilar/cbc

Skilin fara þannig fram:
Skilaskyldir aðilar skila upplýsingum innan skilafrests.
Ríkisskattstjóri villuprófar upplýsingarnar.
Ríkisskattstjóri sendir upplýsingarnar til hlutaðeigandi skattyfirvalda.
Skattyfirvöld móttökulanda senda staðfestingu á móttöku upplýsinganna og eftir atvikum villu- og athugasemdalista.
Ef villur eða athugasemdir hafa borist þarf ríkisskattstjóri að kalla eftir leiðréttingarsendingum.

Ef í ljós koma villur áður en ríkisskattstjóri hefur sent frá sé upplýsingarnar þarf að senda leiðréttar upplýsingar í heild. Þá kemur nýja sendingin í stað þeirrar fyrri.

Hlekkir á skjöl
XML snið (schema) CbCV101
Dæmi um XML skjal (uppkast)

XML snið CbCV10 vísar í almennt villuprófunarsnið þar sem skilgreind eru almenn villupróf (validation). Lýsinguna er hægt að nálgast á vef ríkisskattstjóra: https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/villuprofun/

Skilin sjálf fara fram í gegnum biðlara sem hægt er að sækja á vef ríkisskattstjóra. Nánari upplýsingar eru neðst á síðunni.

Mælt er með því að þeir aðilar sem þurfa að fylgjast með uppfærslum og breytingum á tæknilýsingum ríkisskattstjóra fylgist með breytingasögu en hægt er að nýta þennan hlekk til þess.
https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/breytingasaga/rss.xml

Mynt/Currency

All amounts provided in the Country-by-Country Report should be reported in one and the same currency, being the currency of the Reporting MNE. If statutory financial statements are used as the basis for reporting, all amounts should be translated to the stated functional currency of the Reporting MNE at the average exchange rate for the year stated in the Additional Info element.

XML skil - Yfirlit

XML skilgreining skal vera með encoding="ISO-8859-1

Uppbygging kafla í XML skjali:

 Yfirkafli
 Kafli Undirkafli
 Vidskiptastofnun  CbcReports Summary
     ConstEntities
  AdditionalInfo  

 

Vidskiptastofnun /sendandi

CbcReports

Kafli Summary

Kafli ConstEntities

Additional Info

Biðlari, prófanir og fleira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum