Framtalsgögn

Þessi lýsing er gerð fyrir tæknifólk sem sér um skil upplýsinga frá fjármála- og lánastofnunum og öðrum skilaskyldum aðilum til ríkisskattstjóra. Hér er átt við banka, sparisjóði, lífeyrissjóði, fjármögnunarfyrirtæki og aðra þá aðila sem skila upplýsingum til ríkisskattstjóra.

Frá og með tekjuárinu 2010 (framtalsári 2011) er gerð krafa um að allir skili gögnum á XML formi samkvæmt þessari lýsingu. Til þess að senda gögnin þarf að sækja sérstakan biðlara (client) á vef ríkisskattstjóra. Biðlarinn gefur kost á að sannreyna XML skjöl á móti XML sniði (schema) og senda þau til ríkisskattstjóra. Þegar gögnin eru send þurfa að vera til staðar rafræn skilríki hjá sendanda. Áður en biðlarinn er sóttur þarf ríkisskattstjóri að úthluta sendanda auðkennislykli.
Sækja biðlara á vef ríkisskattstjóra.

Sækja skal um auðkennislykilinn í tölvupósti: hugbunadur@skatturinn.is Tilgreina þarf kennitölu sendanda ásamt tillögu að fjögurra stafa auðkennislykli. Þegar um er að ræða lífeyrissjóð er hann venjulega Lxxx þar sem xxx er númer lífeyrissjóðs.

Tekið skal fram að hér er fyrst og fremst um að ræða tæknilega lýsingu þó að leitast hafi verið við að hafa lýsingar einstakra svæða eins nákvæmar og unnt er. Í framtalsleiðbeiningum hvers árs má finna nánari skýringar og reglur um hvernig einstök svæði skulu útfyllt.

Í breytingasögu má finna upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á þessari lýsingu. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Atom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá hugbunadur@skatturinn.is

Kerfislýsing

Eftirtalin skjöl innihalda nauðsynlegar tæknilegar upplýsingar:

XML snið (schema) fyrir framtalsgögn.
Lýsing á villuprófunum.
XML snið fyrir villuprófanir.

XML skjal, dæmi.

Allir kaflarnir eru valkvæmir (optional) þannig að hver stofnun skilar einungis þeim köflum sem við á.

Prófanir

Þeim sem á þurfa að halda geta sótt test biðlara hér. Þegar biðlarinn er sóttur skal skrá eftirfarandi:
Kennitala stofnunar: 5402696029
Auðkennisnúmer: RSK2
Auðkennislykill RSK: Test1234
Þessa auðkenningu má einnig nota við test á sendingum. Æskilegt er að stærð testsendinga sé stillt í hóf. Þeir sem þess óska geta fengið sína eigin auðkenningu í testumhverfi. Gera má ráð fyrir að ofangreindri auðkenningu verði breytt fyrirvaralaust og þurfa þá þeir sem þurfa á testumhvefinu að halda að hafa samband við ríkisskattstjóra.
Til að senda inn gögn í raunumhverfi þarf að sækja nýjan biðlara og fá auðkenningu fyrir raunumhverfið.

Ábendingar

Í prófunum og í fyrri skilum hafa komið upp nokkur atriði sem þykir rétt að benda sérstaklega á hérna:
  - Mínus tölur eru aldrei leyfðar.
  - Kaflarnir verða að vera í sömu röð og tilgreint er í sniðinu (schema). Dæmi: Kaflinn HlutabrefKaup verður að koma á undan kaflanum HlutabrefSala.
  - Framtalsár á vera það ár sem framtal og álagning á sér stað. Dæmi: Tilgreina skal framtalsár 2012 vegna tekna ársins 2011.

Fyrst kemur yfirkafli fyrir viðskiptastofnun, þá viðskiptamann og að lokum einstakir undirkaflar innan viðskiptamanns.



Viðskiptastofnun

Viðskiptamaður

Innstæður innlendar

Fasteignalán

Skuldir og vaxtagjöld

Verðbréf og kröfur

Hlutabréf

Hlutabréf kaup

Hlutabréf sala

Erlend hlutabréf

Erlend hlutabréf kaup

Erlend hlutabréf sala

Eyðublað RSK 3.15

Aðrar upplýsingar

Vaxtagjöld til útreiknings á vaxtabótum

Lotun (þrepaskipting) vaxtatekna af verðbréfum

Breytingar vegna framtals 2015 - höfuðstólsleiðréttingin

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2014

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2013

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2012


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum