Gagnaskil, vefþjónusta

Skatturinn rekur kerfi, sem kallað er Gagnaskil, til móttöku á upplýsingum frá launagreiðendum, hlutafélögum og öðrum sem ber að skila upplýsingum um þriðja aðila . Kerfið þjónar skilaskyldum aðilum. Hér fylgir lýsing á uppbyggingu XML skjala ásamt dæmum og högun vefþjónustu sem tekur við upplýsingum úr kerfum sendenda.

Á þjónustusíðu Skattsins (skattur.is) er notendaviðmót þar sem hægt er að handskrá upplýsingarnar og lesa inn XML skjöl.

Þegar Gagnaskilakerfið var tekið í notkun árið 2003 bauð það upp á innlestur upplýsinga með textaskrá. Enn er hægt að nýta þessa leið við skil á upplýsingum en hún hefur ýmsar takmarkanir og gera má ráð fyrir að hún verði útleidd fljótlega.

Kerfislýsing

Upplýsingum sem skila á er skipt upp í einingar eftir því hvaða upplýsingum verið er að skila og er sérstakt XML skjal skilgreint fyrir hverja tegund upplýsinga. Vefþjónustan tekur við XML skjölum, vinnur úr þeim og villuprófar og skilar niðurstöðu úr vinnslunni. Högun vefþjónustunnar er byggð á WCF (Windows Communication Foundation). Hugbúnaðarframleiðendur geta notað XML sniðin (schema) til að sannreyna gögnin áður en þau eru send. XML skjölin eru alltaf sannreynd við hlutaðeigandi XML snið (schema) við innlestur. Ef skjalið stenst ekki þessa prófun er sendingunni hafnað og villuboðum skilað. Ef skjalið er í lagi er það sent í regluprófun sem framkvæmir prófanir á móti gögnum Skattsins. Standist gögnin hana er sendingin staðfest, kvittun búin til og gögnin vistuð í kerfinu. Að öðrum kosti eru villuboð send til baka. Aðgangi að skilum er stjórnað með veflyklum fyrir hvern aðila og einungis er tekið við gögnum frá viðurkenndum tölvukerfum. Jafnframt eru takmarkanir á því hvaða tegundum af upplýsingum hver aðili getur skilað. Til dæmis geta einstaklingar eðlilega ekki skilað hlutafjárupplýsingum.

Lýsingin inniheldur sérstakan kafla fyrir hverja tegund upplýsinga sem hægt er að skila ásamt slóð á XML snið (schema) og dæmi.

Í kerfinu er boðið upp á skil á fleiri tegundum upplýsinga en hér er lýst. Þetta eru sérstakar upplýsingar sem einungis einn eða örfáir aðilar skila og þar með ekki talin ástæða til að birta tæknilýsingu fyrir þær á vefnum.


Vefþjónustur

Villuprófanir og uppbygging

Launamiði

Verktakamiði

Fjármagnstekjumiði

Hlutafjármiði

Stofnfjármiði

Stofnsjóðsmiði

Atvinnuleysistryggingasjóður

Lífeyrissjóðamiði

Sveitarfélög

Almannaheillafélög

Tryggingafélög

Tryggingastofnun

Bifreiðahlunnindi


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum