Takmörkuð skattskylda

Eftirfarandi er lýsing á vefþjónustu sem tekur við skilagrein og sundurliðun vegna takmarkaðrar skattskyldu á Íslandi. Um er að ræða tvenns konar skil á staðgreiðslu:
a) Vegna þeirra aðila sem bera takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3., 6. og 8. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nánari lýsingu má finna í leiðbeiningum með eyðublaði RSK 5.41
b) Vegna þeirra aðila sem bera takmarkaða skattskyldu samkvæmt 7. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 og skv. ákvæðum í lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nánari lýsingu má finna í leiðbeiningum með eyðublaði RSK 5.44

Um staðgreiðslu skatta launþega sem falla undir 1. og 2. tölul. 3. gr. tekjuskattslaga gilda almennar reglur og skil á staðgreiðslu þeirra samkvæmt venjulegum staðgreiðsluskilum vegna launþega.

Lýsing þessi er aðallega ætluð tæknifólki sem sér um að setja upp sendingu upplýsinga til ríkisskattstjóra. Þó svo að hér sé um að ræða tæknilega lýsingu geta almennir notendur hugsanlega haft eitthvað gagn af henni.
Í breytingasögu má finna upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á þessari lýsingu ásamt öðrum tæknilýsingum ríkisskattstjóra. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Atom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.
Þeir aðilar sem ekki nýta sér vefþjónustuna geta skráð skilagrein og sundurliðun á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Nota skal veflykil staðgreiðslu við innskráningu.
Nánari upplýsingar má fá hjá hugbunadur@skatturinn.is

Breytingar í janúar 2014 vegna RSK 5.44

Fallið hefur frá því að vera með sérstaka vefþjónustuaðgerð fyrir skil samkvæmt eyðublaði RSK 5.44. Bætt hefur verið við vefþjónustuaðgerðir RSK 5.41 þeim svæðum sem nauðsynleg eru vegna þessarar breytingar. Einnig hefur verið bætt inn nýju svæði, ISINflokkur. Þetta svæði er valkvæmt en mælst er til þess að það verði alltaf útfyllt þegar um er að ræða skráð verðbréf. Nánari lýsingu á einstökum svæðum má finna undir kaflanum Skilagrein RSK 5.41.

Lýsing á vefþjónustu

Vefþjónustan tekur við XML skjali sem er sannreynt á móti XML sniði (schema). Ef það uppfyllir kröfur sniðsins eru gögnin villuprófuð. Eftirtaldar villur valda því að vinnslan er stöðvuð og einungis villuboðum er skilað:
XML villa.
Veflykill passar ekki við kennitölu sendanda.
Útgáfustrengur forrits (stak ForritHeiti) finnst ekki.

Ef engar af ofangreindum villum eru til staðar er hægt að vinna úr XML skjalinu. Þá er skilað XML skjali með villuboðum, ef einhver eru ásamt útreiknaðri staðgreiðslu. Eftirtaldar villur valda því að sendingunni er hafnað:
Skjalið inniheldur kennitölu sem ekki finnst í Þjóðskrá.
Heildarfjárhæð skilagreina tímabils er neikvæð (mínus).
Heildarupphæð greiðslu eða staðgreiðslu stemmir ekki við summu greiðslna.
Annars er skjalið móttekið og stofnuð krafa hjá Reiknistofu bankanna. Vinnslan reiknar staðgreiðslu fyrir allar greiðslur og skilar sérstöku staki fyrir hana í kafla Greidslur. Ef mismunur er á skilaðri staðgreiðslu og reiknaðri staðgreiðslu kemur athugasemd í greiðslustakið. Í samtölustakið kemur einnig heildartala fyrir reiknaða staðgreiðslu ásamt athugasemd ef ekki stemmir. Heildarfjárhæð reiknaðrar staðgreiðslu er alltaf notuð þegar krafa er stofnuð.

Í svarinu eru þessi stök sem skila útreikningi (sjá XML snið fyrir svar):
ProsentaStadgreidslu inniheldur útreiknaða prósentu staðgreiðslu samkvæmt tvísköttunarsamningi og/eða undanþágu.
ReiknudStadgreidsla skilar fjárhæð staðgreiðslu sem er reiknuð samkvæmt prósentunni.

Þessi skjöl innihalda lýsingar og snið fyrir villupróf:

Lýsing í mæltu máli.
XML snið.

Slóðin á vefþjónustuna er: https://vefur.rsk.is/ws/StadgreidslaTSK/Skilagrein.svc
Gerður hefur verið sérstakur kafli með lýsingu og dæmum til þess að auðvelda forritun á móti vefþjónustunni.

Eftirtaldar vefþjónustuaðgerðir eru í boði:

Heiti aðgerðar Lýsing aðgerðar
SendaSkilagrein541 Sendir XML skjal samkvæmt lýsingu Skilagrein541, skilar skjali samkvæmt lýsingu Skilagrein541Svar og uppfærir hlutaðeigandi töflur. Einnig er skilað upplýsingum um kröfu ásamt kvittun fyrir móttöku.
ReiknaOgVilluprofa541 Sendir XML skjal samkvæmt lýsingu Skilagrein541 og skilar skjali samkvæmt lýsingu Skilagrein541Svar

Prófanir

Til þess að hefja prófanir þarf notandi að hafa veflykil staðgreiðslu í testumhverfi. Einnig þarf að skrá útgáfustreng ef hann er ekki þegar til staðar.
Slóðin á testþjónustuna er: https://vefurp.rsk.is/ws/StadgreidslaTSK/Skilagrein.svc

Skilagrein RSK 5.41