Virðisaukaskattur, vefþjónusta
Síðast uppfært: 20.02.2015
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að taka í notkun nýja vefþjónustu fyrir rafræn skil á virðisaukaskatti um áramótin 2014/2015. Eldri þjónustur verða ekki uppfærðar og verða því úreldar frá og með fyrstu skilum fyrir árið 2015. Þeir sem eru að nota eldri þjónustur þurfa því að færa sig yfir í nýju þjónustuna.
Nýja þjónustan verður sveigjanlegri gagnvart forsendubreytingum, villupróf og loggun hefur verið bætt, einnig hefur verið lagt fyrir væntanlegum breytingum í framtíðinni.
Nánari upplýsingar veitir hugbunadur@skatturinn.is
Kerfislýsing
Lýsingu þessari er skipt upp í kafla þar sem hverri vefþjónustuaðgerð fyrir sig er lýst nákvæmlega en yfirlit yfir allar aðgerðir koma hér á eftir.
Sett hefur verið upp umhverfi fyrir prófanir á vefþjónustunni:
https://thjonusta-s.rsk.is/virdisaukaskattur/skil/VSKService?WSDL
Til þess að nota vefþjónustuna í prófunarumhverfi þarf notandi að fá kennitölu og veflykil hjá hugbúnaðardeild ríkisskattstjóra, sem er sett í hausinn (basic authentication). Ennfremur þarf notandi að ákveða, í samráði við RSK, útgáfustreng kerfisins. Form strengsins gæti verið svona: “HeildarVSK V1.2”. Mælt er með að skipta reglulega um kerfisstrengi í desktop kerfum.
Þegar prófunum er lokið er útbúinn útgáfustrengur fyrir grunn raunþjónustunnar:
Slóð á raun þjónustu:
https://thjonusta.rsk.is/virdisaukaskattur/skil/VSKService?wsdl
Yfirlit yfir aðgerðir
Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem vefþjónustan býður upp á:
Aðgerð | Lýsing aðgerðar |
---|---|
SkilaVSKSkyrslu | Skilar virðisaukaskattsskýrslu. |
LeidrettaVSKSkyrslu | Leiðréttir virðisaukaskattsskýrslu. |
VilluprofaVSKSkyrslu | Villuprófar virðisaukaskattsskýrslu. |
NaIVSKNumer | Sækir VSK númer samkvæmt kennitölu fyrirspurnar. Ef aðilinn er með fleiri en eitt VSK númer er skilað lista yfir þau. |
NaIVSKUpplysingar | Upplýsingar um skilamáta o.fl. |
NaIYfilysinguRSK | Staðfesting skila - kvittun. |
NaIFaerslurTimabils |
Skilar öllum færslum fyrir valið timabil. |
EydaSkyrsluIProfun |
Eyðir innsendri skýrslu, aðgerðin virkar einungis í prófun. |