Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá október 2021
Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki skv. FATF
Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps í október sl. auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 956/2020, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.
Þau ríki sem eru talin áhættusöm og með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:
- Afganistan
- Albanía
- Alþýðulýðveldið Kórea
- Bahamaeyjar
- Barbados
- Botsvana
- Búrkína Fasó
- Cayman eyjar
- Filippseyjar
- Ghana
- Haítí
- Írak
- Íran
- Jamaíka
- Jemen
- Jórdanía
- Kambódía
- Malí
- Malta
- Marokkó
- Máritíus
- Mjanmar/Búrma
- Níkaragva
- Pakistan
- Panama
- Senegal
- Simbabve
- Suður-Súdan
- Sýrland
- Trinidad og Tóbagó
- Tyrkland
- Úganda
- Vanúatú
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.