Crypto-Asset Reporting Framework (CARF)
Crypto-Asset Reporting Framework (CARF) er samræmdur staðall um skyldur þjónustuveitenda sýndareigna (dulritunareigna) til að halda utan um upplýsingar um eignarhald og viðskipti með sýndareignir. Markmiðið með staðlinum er að koma í veg fyrir skattundanskot.
Þjónustuveitendur sýndareigna, sem eru upplýsingaskyldir samkvæmt staðlinum, munu frá og með 1. janúar 2026, þurfa að skrá upplýsingar um viðskiptavini sína og viðskipti þeirra, ásamt því að framkvæma áreiðanleikakannanir gagnavart viðskipavinum. Fyrstu skil til ríkisskattstjóra samkvæmt staðlinum munu fara fram á árinu 2027 vegna tekjuársins 2026.
Lögum um tekjuskatt var breytt á þann veg að upplýsingaöflun ríkisskattstjóra nái einnig til þjónustuveitenda sýndareigna. Sjá 5. gr. laga nr. 103/2025.
Staðallinn var innleiddur með reglugerð nr. 1520/2025 um upplýsingaöflun og upplýsingaskipti vegna sýndareigna.
Þjónustuveitendur sýndareigna skulu skila inn upplýsingum fyrir 20. janúar ár hvert. Séu engir tilkynningarskyldir viðskiptamenn eða engin tilkynningarskyld viðskipti skal þjónustuveitandi sýndareigna skila núll skýrslu.
Skráning þjónustuveitendenda sýndareigna
Tilkynningaskyldur þjónustuveitandi sýndareigna skal skráður hjá skattyfirvöldum eigi síðar en 30 dögum frá stofnun hans.
Áhrif CARF á viðskiptavini þjónustuveitendur sýndareigna
Íslenskir þjónustuveitendur sýndareigna skulu:
- Óska eftir yfirlýsingu nýrra viðskiptamanna um skattalegt heimilisfesti þeirra.
- Kanna áreiðanleika slíkra yfirlýsinga.
- Tilkynna öll viðskipti skattyfirvalda, óháð því hvort viðskiptavinur sé íslenskur eða erlendur.
Skatturinn sendir upplýsingarnar um þá viðskiptavini sem heimilisfastir eru í öðru ríki (lögsagnarumdæmi) til bærra stjórnvalda í skattamálum í því ríki.
Með sama hætti móttekur Skatturinn upplýsingar um íslenska skattgreiðendur sem hafa átt í viðskiptum við þjónustuveitendur sýndareigna erlendis.
Viðskiptavinir þjónustuveitenda sýndareigna mega búast við að þjónustuveitandinn krefji þá um upplýsingar á grundvelli reglugerðarinnar í eftirfarandi tilvikum:
- Við upphaf viðskiptasambands
- Með reglubundnum hætti samhliða öðrum áreiðanleikakönnunum
- Ef breytingar verða á aðstæðum viðskiptavinarins, t.d. ef breyting verður á heimilisfangi.
Gagnlegir hlekkir hjá OECD
Almennar upplýsingar um staðalinn (á ensku)
Leiðsögn um sérstök tilvik (FAQ) (á ensku)
Heildartexti staðalsins ásamt skýringum (á ensku)
Fyrirspurnir skal senda á netfangið carf@skatturinn.is.
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar
92. gr. laga 90/2003 um tekjuskatt https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html#G92
Reglugerð 1520/2025 um upplýsingaöflun og upplýsingaskipti vegna sýndareigna
