Bindandi álit

Með því að óska bindandi álits Skattsins um tollflokkun vöru er innflytjandi að tryggja sér það fyrirfram tollflokkun vörunnar sé rétt og í samræmi við lög og túlkun tollyfirvalda.

Réttaröryggið fyrir innflytjanda felst í því að ákvörðun embættisins um bindandi tollflokkun vöru er bæði bindandi fyrir tollyfirvöld og innflytjanda.

Innflytjandi þarf því ekki að eiga von á því að tollyfirvöld endurákvarði aðflutningsgjöld vegna innflutnings þar sem fengist hefur bindandi tollflokkun vöru. Innflytjandinn veit því þá þegar við innflutning vörunnar hvaða gjöld teljast vera réttilega álögð gjöld á umrædda vöru lögum samkvæmt.

Hvernig óskað er bindandi álits

Ef óskað er bindandi álits um tollflokkun vöru þarf að senda skriflega beiðni.

Beiðni þurfa að fylgja þau gögn sem nauðsynleg eru til þess að unnt sé að ákveða tollflokkun vöru. Sem dæmi um fylgigögn mætti nefna:

  • teikningu
  • mynd
  • vörulýsingu
  • bækling
  • sýnishorn af vöru

Beiðni um bindandi álit verður svarað skriflega, innan 30 daga frá því beiðni barst eða frá því gagnaöflun lýkur.

Kæruleið

Unnt er að kæra ákvörðun Skattsins um bindandi tollflokkun til yfirskattanefndar.

Skatturinn getur afturkallað ákvörðun sína um bindandi tollflokkun að eigin frumkvæði. Tilkynna ber aðila sem óskað hefur bindandi tollflokkunar um afturköllun ákvörðunar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum