Ferill SMT-skeyta
Ferill SMT-skeyta á milli aðila
Aðilar sem senda og/eða móttaka SMT-skeyti vegna SMT-tollafgreiðslu eru þessir:
- Innflytjendur. Senda CUSDEC skeyti til tollsins. Geta móttekið CUSRES skeyti frá tollinum; CUSGER, CUSDOR, CUSERR og CUSTAR.
- Tollmiðlarar, sem annast SMT-tollafgreiðslu almennra vörusendinga, hafa með höndum þjónustu vegna hraðsendinga og safnsendinga og starfrækja tollvörugeymslur eða frísvæði. Geta einnig verið með almenna fraktflutninga eins og farmflytjendur. Tollmiðlarar eru aðilar sem geyma ótollafgreiddar vörur, sem geta verið hraðsendingar, safnsendingar og vörur í tollvörugeymslum og á frísvæðum. Geta einnig verið vörsluhafar almennra vörusendinga ef þeir annast almenna fraktflutninga eins og farmflytjendur. Senda CUSDEC skeyti til tollsins og ennfremur CUSCAR skeyti; farmskrár hraðsendinga og safnsendinga og e.a. almennra vörusendinga í þeirra umsjón. Geta móttekið CUSRES skeyti frá tollinum; CUSGER, CUSDOR, CUSERR, CUSTAR og CUSPAR.
- Farmflytjendur. Senda CUSCAR skeyti til tollsins. Móttaka CUSPAR skeyti frá tollinum, afhendingarheimild, sem er tilkynning um að vara sé tollafgreidd og afhenda megi vöruna. Geta einnig fengið CUSGER skeyti frá tollinum vegna farmskráa.
- Tollurinn. Móttaka CUSDEC skeyti og CUSCAR skeyti. Senda CUSRES skeyti til viðtakenda, sbr. ofangreint og eins nánar er greint frá hér síðar í þessu skjali. CUSCAR skeyti eru þó ekki send til pósthúsa; farmskrár eru ekki til vegna póstsendinga. Ennfremur eru CUSPAR skeyti ekki send til pósthúsa þó þau séu vörsluhafar ótollafgreiddra vara; ekki er þörf á því þar sem pósturinn annast sjálfur tollafgreiðslu þeirra póstsendinga sem eru í vörslu póstsins fyrir hönd tollsins.
Hvaða skeyti eru send milli aðila við SMT-tollafgreiðslu í hverju tilviki: