Úrskurðir tollgæslustjóra

Úrskurður nr. 12/2017

Álagning aðflutningsgjalda á búslóð

23.7.2017

Reifun

A kærði ákvörðun Tollstjóra um að leggja aðflutningsgjöld á sendingu X og krafðist þess að nýir og ónotaðir munir í nefndri sendingu nytu tollfríðinda sem búslóðarmunir og að álagning aðflutningsgjalda yrði felld niður. A, ásamt maka sínum, flutti lögheimili sitt til landsins árið 2016 en búslóðin kom til landsins ári seinna og innihélt sendingin nýja muni sem keyptir voru árið 2017.

Tollstjóri leit til þess að almennt beri að greiða aðflutningsgjöld af öllum vörum sem fluttar eru til landsins. Í tilviki búslóða einstaklinga sem flytja hingað til landsins er aftur á móti gerð undantekning frá þessari meginreglu sem heimilar tollfrjálsan innflutning búslóða að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Tollstjóri taldi með vísan til forsendna ríkistollanefndar í úrskurði nr. 2/2012 auk annarra atriða að kæranda væri óheimilt að nýta nefnda undanþágu fyrir hluti sem keyptir voru eftir að búsetu erlendis lauk. Við mat á tollfrelsi búslóða yrði að miða við búslóð eins og hún var samsett við lögheimilisflutning. Ákvörðun um álagningu aðflutningsgjalda á sendingu X var því staðfest.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum