Úrskurðir tollgæslustjóra

Úrskurður nr. 13 /2012

Leiðrétting aðflutningsgjalda skv. 116. gr. tollalaga

11.4.2012

Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur

Ú R S K U R Ð U R

I. Kæra

Með bréfi dags. 5. desember 2011, lagði H, f.h. kæranda fram beiðni um endurgreiðslu greiddra tolla og vörugjalda í samræmi við fjárfestingasamning B við íslenska ríkið, dags. 30. desember 2010, skv. 116. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Kærandi krefst þess að aðflutningsgjöld sem félagið hefur greitt verði endurgreidd inn á bankareikning félagsins eins og hann er skráður í kerfum Tollstjóra.

II. Málsmeðferð

Embætti Tollstjóra barst bréf dags. 5. desember 2011, þar sem óskað var eftir endurgreiðslu vegna greiddra tolla og vörugjalda í samræmi við fjárfestingarsamning B við íslenska ríkið, ásamt leiðbeiningum um það hvernig standa bæri að tollafgreiðslu félagsins til frambúðar. Tollstjóri svaraði erindi félagsins með bréfi dags. 6. janúar sl. þar sem bent er á að í kjölfar lagasetningar laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafi Tollstjóri látið útbúa sérstakan niðurfellingarkóða, NYFJA, sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu. Tollstjóri áréttaði að félagið yrði að senda inn nýjar leiðréttar aðflutningsskýrslur þar sem umræddur niðurfellingarkóði kæmi fram til að hægt væri að taka afstöðu til beiðni félagsins. Í framhaldinu lagði kærandi fram umbeðnar leiðréttar tollskýrslur þar sem óskað var eftir endurgreiðslu á ofgreiddum aðflutningsgjöldum á grundvelli fjárfestingarsamnings kæranda við íslenska ríkið.

III. Meginröksemdir kæranda

B og ríkisstjórn Íslands, Iðnaðarráðuneytið, fyrir hönd íslenska ríkisins, undirrituðu fjárfestingarsamning þann 30. desember 2010. Í lið I. í samningnum kemur fram að hann sé byggður á eldri fjárfestingarsamningi sem undirritaður var 7. júlí 2009 og er samningurinn fyrri samningi til fyllingar og staðfestingar.

Kærandi vísar til greinar 8.1. í samningnum og telur félagið undanþegið öllum aðflutningsgjöldum sem lögð eru á í samræmi við tollalög nr. 88/2005 og lög um vörugjald nr. 97/1987. Nái þetta til alls innflutnings félagsins á byggingarefnum, tækjum og búnaði og öðru sem þarf til framleiðslunnar (e. capital goods) auk varahluta bæði við byggingu verksmiðjunnar og vegna reksturs hennar. Kærandi telur á grundvelli samningsins að félagið eigi rétt á endurgreiðslu á þeim aðflutningsgjöldum sem greidd hafa verið vegna byggingar og rekstur félagsins.

Kærandi telur að um sé að ræða gjöld til og með 15. nóvember 2011 þar sem greidd hafi verið aðflutningsgjöld að fjárhæð 20.478.585 kr. sem skiptist niður á eftirfarandi hátt; Vörugjöld, 15%, 20% og 25% kr. 20.344.388.-, almennur tollur kr. 112.057.-, EES tollur kr. 22.140.-

Með vísan í áðurnefndan samning óskar B eftir því að aðflutningsgjöld sem félagið hefur ofgreitt verði endurgreidd inn á bankareikning félagsins eins og hann er skráður í kerfum Tollstjóra. Þá óskaði kærandi einnig eftir því að málum yrði hagað á þann veg að við innflutning félagsins verði þegar við tollafgreiðslu tekið tillit til ákvæða fjárfestingasamningsins þannig að ekki verði innheimtir tollar og vörugjöld.

IV. Niðurstöður

Samkvæmt 1. mgr. 116. gr. tollalaga nr. 88/2005 skal innflytjandi leggja fram beiðni hjá Tollstjóra um viðeigandi leiðréttingar verði hann þess var innan sex ára talið frá tollafgreiðsludegi vöru að upplýsingar sem lágu til grundvallar tollafgreiðslu vöru voru rangar eða ófullnægjandi.

Tollstjóri áréttaði það í bréfi til kæranda dags. 6. janúar sl. að beiðni um endurgreiðslu á aðflutningsgjöldum ætti sér stoð í lögum nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, sbr. og fjárfestingarsamning sem félagið gerði við íslenska ríkið. Í kjölfar lagasetningar þessarar útbjó Tollstjóri í tollakerfi sérstakan niðurfellingarkóða, NYFJA, sem skal settur í reit 14 á aðflutningsskýrslu. Hefði því átt að setja umræddan niðurfellingarkóða í reit 14 á aðflutningsskýrslunum til að fá þau gjöld sem fjallað er um í lögunum felld niður sjálfkrafa. Í kjölfarið óskaði Tollstjóri eftir því að kærandi sendi inn nýjar, leiðréttar, undirritaðar tollskýrslur (afgreiðsla 2), þar sem ofangreindur niðurfellingarkóði kæmi fram.

Kærandi byggir beiðni sína um leiðréttingu álagðra gjalda á fjárfestingarsamningi milli félagsins og íslenska ríkisins, dags. 30. desember 2011. Samningurinn er gerður á grundvelli laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Lög þessi tóku gildi þann 3. júlí 2010. Af þeim sendingum sem kærandi fer fram á leiðréttingu á voru 12 þeirra tollafgreiddar fyrir gildistöku framangreindra laga. Embætti Tollstjóra fellst því ekki á endurgreiðslu vegna þeirra sendinga þar sem lagaheimild skorti.

Þær sendingar sem ekki er fallist á endurgreiðslu eru eftirfarandi; E SEL 11 01 0 NL RTM W040, E GOD 19 01 0 NL RTM W067, E SEL 22 02 0 NL RTM W039, E SEL 22 02 0 NL RTM W035, E GOD 16 03 0 NO FRK W017, E SEL 22 03 0 NL RTM W037, E DET 23 03 0 NO FRK W012, E SEL 19 04 0 NL RTM W042, E SEL 03 05 0 NL RTM W023, E BRU 24 05 0 NL RTM W039, E SEL 31 05 0 NL RTM W049, E BRU 21 06 0 NL RTM W013.

Embætti Tollstjóra fellst hins vegar á endurgreiðslu þeirra gjalda sem lúta að eftirfarandi sendingum og komu til eftir gildistöku laga nr. 99/2010, en um er að ræða samtals 16 sendingar. Tollstjóri hefur nú þegar leiðrétt og endurgreitt gjöld vegna þessara sendinga; E SEL 14 11 1 NL RTM V007, E SRR 03 10 1 NL RTM V526, E SEL 16 05 1 NL RTM V863, E DET 05 07 1 NO FRK W001,E SEL 07 02 1 NL RTM W028, E BRU 14 03 1 NL RTM W158, E SEL 12 07 0 NL RTM W032, E SEL 26 07 0 NL RTM W043, E DET 27 07 0 NO FRK W039, E SEL 06 09 0 NL RTM W045, E BRU 27 09 0 NL RTM W041, E SEL 04 10 0 NL RTM W027, E SEL 29 11 0 NL RTM W034, E SEL 27 12 0 NL RTM W010, E DET 28 12 0 NO FRK W011, E GOD 08 02 1 NO FRK W002.

ÚRSKURÐARORÐ

Embætti Tollstjóra úrskurðar með vísan til þess sem rakið er hér að framan að beiðni um leiðréttingu aðflutningsgjalda skv. 116. gr. tollalaga nr. 88/2005, af sendingum með sendingarnúmerin; E SEL 14 11 1 NL RTM V007, E SRR 03 10 1 NL RTM V526, E SEL 16 05 1 NL RTM V863, E DET 05 07 1 NO FRK W001, E SEL 07 02 1 NL RTM W028, E BRU 14 03 1 NL RTM W158, E SEL 12 07 0 NL RTM W032, E SEL 26 07 0 NL RTM W043, E DET 27 07 0 NO FRK W039, E SEL 06 09 0 NL RTM W045, E BRU 27 09 0 NL RTM W041, E SEL 04 10 0 NL RTM W027, E SEL 29 11 0 NL RTM W034, E SEL 27 12 0 NL RTM W010, E DET 28 12 0 NO FRK W011, E GOD 08 02 1 NO FRK W002, er samþykkt.

Beiðni um leiðréttingu aðflutningsgjalda sem af sendingum með sendingarnúmerin; E SEL 11 01 0 NL RTM W040, E GOD 19 01 0 NL RTM W067, E SEL 22 02 0 NL RTM W039, E SEL 22 02 0 NL RTM W035, E GOD 16 03 0 NO FRK W017, E SEL 22 03 0 NL RTM W037, E DET 23 03 0 NO FRK W012, E SEL 19 04 0 NL RTM W042, E SEL 03 05 0 NL RTM W023, E BRU 24 05 0 NL RTM W039, E SEL 31 05 0 NL RTM W049, E BRU 21 06 0 NL RTM W013, er hafnað.

Kæruréttur

Úrskurðinum er heimilt að skjóta til Ríkistollanefndar, Skúlagötu 57, Reykjavík, innan 60 daga frá póstlagningardegi bréfs þessa, sbr. 1. mgr. 118. gr. tollalaga.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum