Úrskurðir tollgæslustjóra

Úrskurður nr. 14/2005

Tollflokkunar á myndskjám af gerðinni Panasonic Plasma PWD7UY

28.7.2005

EFNI: Úrskurður tollstjórans í Reykjavík vegna sem kom til landsins á sendingarnúmeri F 782 28 04 5 US JFK V527.

Embættið hefur móttekið erindi yðar sem er dagsett þann 24.05.05 þar sem þér kærið til úrskurðar samkvæmt 100. gr. tollalaga nr. 55/1987 tollflokkun á ofangreindum myndskjám.

Samkvæmt þeim gögnum er lögð hafa verið fram í málinu er um að ræða litaskjái (37” og 42”) og að sögn innflytjanda einkum notaðir sem tölvuskjáir fyrir auglýsingar, almennar sýningar eða sem hluti af fjarfundabúnaði. Skjárinn hefur innbyggt VGA (Video Graphics Array) tengi fyrir tölvur og gefur allt að 1200x1600 punkta upplausn með tíðni frá fH: 15 – 110 kHz ; fV: 48 – 120 Hz. Skjárinn er ótvinnaður (non- interlaced). Tengitóftir (slot) eru m.a. fyrir stafrænan video- inngang (DIV) og önnur videomerki en VGA. Ekkert viðtæki (tuner) er í skjánum fyrir mynd- eða hljóðmerki og í tækinu eru ekki hátalarar.

Ef litið er til ofangreindra upplýsinga virðist ljóst að tæknilega er meginhlutverk tækisins fólgið í framsetningu á myndmerkjum frá tölvu. Ekki er ágreiningur um flokkun í vörulið 8528 hins vegar hafa komið fram tvímæli um hvort tollflokkað sé í tnr. 8528.2101 eða 8528.2109. Orðalag við tnr. 8528.2101 gefur til kynna að þau tæki er þar flokkist séu tengjanleg við gagnavinnsluvélar. Svo er ótvírætt um þessi tæki er hér er fjallað um.

Úrskurður:

Með vísan til 100. gr. laga nr. 55/1987 með síðari breytingum úrskurðar tollstjórinn í Reykjavík að tollflokka beri Panasonic Plasma PWD7UY myndskjái úr ofangreindri sendingu í tnr. 8528.2101.

Úrskurðurinn er kæranlegur til ríkistollanefndar, Skúlagötu 57, Reykjavík og er kærufrestur 60 dagar talið frá póstlagningu bréfs þessa, sbr. 1. mgr. 101. gr. tollalaga nr. 55/1987 með síðari breytingum.

Reykjavík, 28. júlí 2005

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum