Úrskurðir tollgæslustjóra

Úrskurður nr. 3/2012

Tollflokkun á Panasonic SuperScroll varmadælu

2.3.2012

Í dag var hjá Tollstjóra kveðinn upp svofelldur

Ú R S K U R Ð U R

I. Kæra

Með bréfi, dagsettu 25. júlí 2011 hafa V. kært flokkun á vörunni Panasonic SuperScroll í tollskrárnúmer 8418.6101, sbr. kæruheimild 117. gr. tollalaga nr. 88/2005. Kærandi krefst þess að varan verði ákvörðuð í vörulið tollskrár 8415, t.d. í tnr. 8415-8100.

II. Málsmeðferð

Þann 13. apríl 2011 flutti kærandi inn vöruna Panasonic SuperScroll frá Svíþjóð. Varan kom til landsins með sendingarnúmer E DET 12 04 1 SE HEL W033. Þann 13. apríl 2011 móttók embætti Tollstjóra aðflutningsskýrslu frá tollmiðlara en þar var varan færð í tollflokk 8415.8100. Skýrslan var send frá tollmiðlara til Tollstjóra með skjalsendingu á milli tölva og hlaut þannig SMT- tollafgreiðslu samdægurs, sbr. 23. gr. tollalaga nr. 88/2005. Tollstjóri gerði athugasemd við afgreiðsluna þann 21. júní 2011 og varan var ákvörðuð í tollflokk 8418.6101. Þann 25. júlí 2011 móttók embætti Tollstjóra kæru V vegna fyrrgreindrar tollflokkunar með bréfi.

III. Meginröksemdir kæranda

Meginröksemdir kæranda eru þess efnis að varan hafi verið rangt tollflokkuð með tillit til gerðar hennar og notkunarmöguleika. Kærandi lýsir vörunni svo: um er að ræða vendivarmadælu með (fjórgangs-)loka til að snúa við kæli/varmarásinni (reversible heat pump). Sá loki geri það að verkum að tækið getur bæði hitað og kælt. Tækið er tvískipt. Hægt er að nýta það sem kælivél og þá er innihluti tækisins líkt og eimari. Loftið sem í gegnum hann fer kólnar en útihlutinn sér um að blása heita loftinu út. Ef tækið er nýtt sem varmadæla snýr fjórgangslokinn rásinni við þannig að útihlutinn gleypir orku úr loftinu, kæligasið hitnar og innihlutinn blæs heitu lofti. Í ljósi þessa hafi kærandi farið fram á að Panasonic SuperScroll verði flokkað undir 8415, nánar tiltekið tollflokk nr. 8415.8100. Til frekari rökstuðnings vísar kærandi til skýringarmyndar úr viðgerðahandbók auk vörulýsingar frá söluaðila (www.sverigepumpen.se).

IV. Niðurstöður

Mál þetta snýst um tollflokkun vörunnar „Panasonic SuperScroll“. Um er að ræða vél eða vélrænt tæki en megin notkun þess er að stjórna hitastigi hýbýla. Vélin er samsett úr tveimur sjálfstæðum tækjum. Sá hluti vélarinnar sem ætlaður er til notkunar inni er 29,8 cm hátt, 87 cm breitt, 19,9 cm þykkt og vegur um 12 kíló. Sá hluti sem settur er upp utanhúss er 54 cm hátt, 78 cm breitt, 28,9 cm þykkt og vegur um 37 kíló. Tækið er einnig með síu til lofthreinsunar.

Samkvæmt 20. gr. tollalaga nr. 88/2005 skulu innflytjendur tollflokka vörur á viðeigandi tollskjölum samkvæmt almennum reglum um túlkun tollskrárinnar sem birtar eru í viðauka I við tollalögin. Reglurnar eru birtar fremst í tollskránni en einnig er að finna athugasemdir í byrjun ýmissa flokka og flestra kafla skrárinnar eftir atvikum. Tollflokkun skal byggð á orðalagi vöruliða og athugasemda við viðeigandi flokka og kafla kafla skv. túlkunarreglu 1. Þá segir í 1. málsl. reglunnar að fyrirsagnir á flokkum, köflum og undirköflum séu einungis til leiðbeiningar. Flokkun vara í undirliði einstakra vöruliða skal jafnframt byggð á orðalagi undirliðanna og sérhverri tilheyrandi athugasemd við þá í viðeigandi köflum tollskrárinnar skv. túlkunarreglu 6.

Umrædd vara hlaut SMT-tollafgreiðslu gegnum tollmiðlara sem tollflokkaði vöruna í tollflokk 8415.8100 án athugasemda Tollstjóra. Við vörulið 8415 segir að þar tollflokkist:

Loftjöfnunartæki með hreyfilknúinni viftu og búnaði til að breyta rakastigi og hitastigi, þar með taldar vélar þar sem ekki er sjálfstætt hægt að stjórna rakastigi“.

Fyrstu sex stafirnir í átta stafa tollskrárnúmerum íslensku tollskrárinnar eru í samræmi við samræmdu vörulýsinga- og vörunúmeraskrá Alþjóðatollastofnunarinnar, Harmonized System. Skýringarritum Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun er jafnframt ætlað að stuðla að samræmdri túlkun á flokkunarkerfi stofnunarinnar og eru til leiðbeiningar um tollflokkun samkvæmt íslensku tollskránni, sbr. 189. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 74. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru. Þar segir við vörulið 8415 :

This heading covers certain apparatus for maintaining required conditions of temperature and humidity in closed spaces. The machines may also comprise elements for the purification of air.

They are used for air conditioning offices, homes, public halls, ships, motor vehicles, etc., and also in certain industrial installations requiring special atmospheric conditions (e.g., in the textile, paper, tobacco or food industries).

The heading applies only to machines :

(1) Equipped with a motor-driven fan or blower, and

(2) Designed to change both the temperature (a heating or cooling element or both) and the humidity (a humidifying or drying element or both) of air, and

(3) For which the elements mentioned in (1) and (2) are presented together.

In these machines the elements for humidifying or drying the air may be separate from those for heating or cooling it. However, certain types incorporate only a single unit which changes both the temperature and, by condensation, the humidity of the air. These air conditioning machines cool and dry (by condensation of water vapour on a cold coil) the air of the room in which they are installed or, if they have an outside air intake (damper), a mixture of fresh air and room air. They are generally provided with drip pans to catch the condensate. “1

Tækið Panasonic SuperScroll breytir ekki um rakastig í hýbýlum. Af vörulýsingu verður þannig ráðið að varan uppfyllir ekki þessi skilyrði og getur því ekki fallið undir vörulið 8415. Er því ekki hægt að fallast á kröfu kæranda þar að lútandi.

Vöruliður 8418 tekur til „Kæliskápa, frysta og annars kæli- eða frystibúnaður, einnig fyrir rafmagn; varmadælur, þó ekki loftjöfnunartæki í nr. 8415.“ Tækið sem um ræðir fellur að vörulýsingu skýringarrita Alþjóðatollastofnunarinnar fyrir varmadælur í vörulið 8418:

„(II) HEAT PUMPS A heat pump is a device which draws heat from a suitable heat source (principally underground or surface water, the soil or the air) and converts it with the assistance of a supplementary energy source (e.g., gas or electricity) into a source of more intense heat.

A heat-transfer fluid is generally used to transfer the heat from the source to the heat pump and from the heat pump to the medium to be treated.

There are two types of heat pumps : the compression type and the absorption type.“ 2

Stærð og afkastageta tækisins sem og vörulýsing á vefsvæði framleiðanda www.sverigepumpen.se“ gefur til kynna að tækið sé ætlað til hitunar á minni rýmum og telst því til heimilistækja. Með vísan til ofangreinds verður varan því færð í vörulið 8418 og undirlið 6101, „Varmadælur, þó ekki loftjöfnunartæki í nr. 8415: Heimilistæki“.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Embætti Tollstjóra úrskurðar með vísan til þess sem rakið er hér að framan að varan Panasonic SuperScroll, sem flutt var inn með sendingarnúmeri E DET 12 04 1 SE HEL W033 flokkist í tollskrárnúmer. 8418.6101.


1 World Customs Organization. (2012). Harmonized Commodity Description and Coding System,

Explanatory Notes, Volume 4 Sections XIV-XVI (Bls. XVI-8415-1). (5.útgáfa). Brussel: WCO.

2 World Customs Organization. (2012). Harmonized Commodity Description and Coding System,

Explanatory Notes, Volume 4 Sections XIV-XVI, (Bls. XVI-8418-3). (5.útgáfa). Brussel: WCO.


Kæruheimild

Úrskurðinum er heimilt að skjóta til Ríkistollanefndar, Skúlagötu 57, Reykjavík, innan 60 daga frá póstlagningardegi bréfs þessa, sbr. 1. mgr. 118. gr. Tollalaga nr. 88/2005.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum