2022

Dómur Héraðsdóms Reykjaness, 18. febrúar 2022, í máli nr. S-2448/2021

18.2.2022

Héraðssaksóknari
(Kristín Ingileifsdóttir saksóknari)

gegn
GuðmundiMá Hilmarssyni
(Þorgeir Þorgeirsson lögmaður)

Dómur

Mál þetta, sem dómtekið var 7. febrúar sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 25. nóvember 2021 á hendur ákærða Guðmundi Má Hilmarssyni, kt. [...], [...]:„fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Vefhúsið, kt. [...], nú afskráð, með því að hafa:

1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin janúar –febrúar rekstrarárið 2017 til og með mars –apríl rekstrarárið 2018 á lögmæltum tíma og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í rekstri einkahlutafélagsins, vegna sömu uppgjörstímabila, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 12.108.768 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir:

 Ár Tímabil  Fjárhæð
 2017 Janúar - febrúar kr.1.170.290
  Mars - apríl kr. 2.093.045
  Maí - júní kr.1.306.831
  Júlí - ágústkr.  1.451.813
  September - októberkr.  1.544.896
  Nóvember - desemberkr.  1.490.372
  kr.  9.057.247
 2018Janúar - febrúarkr. 1.407.016
  Mars - aprílkr.1.644.505
  kr. 3.051.521
  SAMTALSkr.12.108.768

2. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum Vefhússins ehf. á lögmæltum tíma vegna greiðslutímabilanna maí rekstrarárið 2017 og janúar, mars, apríl og maí rekstrarárið 2018 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, október, nóvember og desember rekstrarárið 2017 og janúar til og maí rekstraráið 2018, samtals að fjárhæð 7.479.224 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir:

Ár Tímabil   Fjárhæð
 2017 Marskr. 405.713
 Apríl kr. 485.023
 Maí kr. 572.609
  Júníkr. 402.271
  Júlíkr. 485.277
  Ágústkr. 479.484
  Októberkr.388.720
  Nóvemberkr. 595.715
  Desemberkr. 543.351
  kr.  4.358.163
 2018 Janúar kr. 539.399
  Febrúar kr. 539.399
  Mars kr. 451.039
  Apríl kr. 838.643
  Maí kr. 752.581
  kr.  3.121.061
  SAMTALSkr.  7.479.224

3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Vefhúsinu ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð 19.587.992 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og í eigin þágu.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Dómkröfur ákærða eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa.

Forsendur og niðurstaða:

Farið var með málið samkvæmt heimild í 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæmenda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Brot ákærða eru réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Málið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Vefhúsið ehf. Samkvæmt sakavottorðiákærða hefur hann hlotið refsidóma fyrir auðgunarbrotárið 2001, umferðarlagabrotárið 2003og ofbeldisbrotárið 2007. Með sátt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 16. nóvember 2012 gekkst ákærði undir sektarviðurlög fyrir umferðarlagabrot. Nú síðast var hann með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi 24. janúar 2018 fyrir fíkniefnalagabrot og var fullnustu frestað í tvö ár. Brot ákærða, sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir voru að hluta framin áður en hann hlaut fyrrgreindan dóm og er því um hegningarauka að ræða.

Ákærði játaði skýlaust brot sitt fyrir rannsóknaraðilum og dómi, auk þess sem hann kvaðst fyrir dómi hafa látið af óreglu sem hann var í þegar brotin voru framin og hefur samkvæmt gögnum málsins farið í áfengismeðferð. Verður litið til þess við refsimat. Að auki verður til mildunar að líta til þess að tæp fjögur ár eru liðin frá því brotin voru framin. Af gögnum verður ráðið að rannsókn hafi legið niðri í tæp tvö ár miðað við tímasetningar á skýrslum. Er því ljóst að verulegar tafir urðu á meðferð málsins á rannsóknarstigi. Með hluta þeirra brota sem ákærði er nú sakfelldur fyrir rauf hann skilyrði framangreinds dóms Héraðsdóms Reykjavíkur og verður refsingin því dæmd upp og ákærða gerð refsing í einu lagi.

Með vísan til framangreinds og að brotum ákærða virtum þykir refsing hans réttilega ákveðin með hliðsjón af 60., 5. og 8. tölulið 70. gr., 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, fangelsi í sjö mánuði. Í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því atburðurinn gerðist, þykir rétt að refsingin verði öll skilorðsbundin með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Þá verður ákærða gert að greiða sekt til ríkissjóðs sem þykir, með vísan til lögbundins fésektarálags, réttilega ákvörðuð 39.176.000 krónur og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms.

Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns, sem einnig var tilnefndur verjandi ákærða á rannsóknarstigi, sem að virtu umfangi máls og með hliðsjón af tímaskýrslu verjanda þykir hæfilega ákveðin 195.300 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins.

María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

D ó m s o r ð:

Ákærði, Guðmundur Már Hilmarsson, sæti fangelsi í sjö mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærði greiði 39.176.000 krónursekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 360 daga.

Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns, 195.300 krónur.

María Thejll

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum