2022

Dómur Héraðsdóms Suðurlands, 25. janúar 2022 í máli S-452/2021

2.2.2022

Dómur 25. janúar 2022

Mál nr. S-452/2021:


Héraðssaksóknari
(Ólafur Hallgrímsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurlandi)
gegn
X
(sjálfur)

Dómur

Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 13. janúar sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 14. október sl., á hendur X fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins [...], nú þrotabú, sem stjórnarmanni, framkvæmdastjóra og prókúruhafa, með því að hafa:

  1. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, greiðslutímabilin desember rekstrarárið 2018 til og með janúar rekstrarárið 2020, samtals að fjárhæð kr. 29.662.434sem sundurliðast sem hér greinir: 
 Ár Mánuður  Fjárhæð
 2018   

 desember kr. 2.213.167
   kr. 2.213.167
 2019   
  janúarkr. 2.126.499
  febrúarkr.  2.378.545
 mars  kr. 2.398.791
  apríl kr. 2.726.307
  maíkr.  2.578.824
  júní kr. 1.850.370
  júlíkr.  964.299
  ágústkr.  1.328.446
  september kr. 2.441.523
  októberkr.  2.085.605
  nóvember kr. 3.013.730
  desember kr. 1.828.585
   kr. 25.721.524
 2020   
  janúar kr. 1.727.743
   kr. 1.727.743
    
 SAMTALS kr.  29.662.434

2. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað [...]. ávinnings af brotum samkvæmt 1. tölulið ákæru samtals að fjárhæð 29.662.434 og nýtt ávinninginn í þágu reksturs einkahlutafélagsins eða eftir atvikum í eigin þágu.

Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljastvarða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákærði mætti við þingfestingumálsins og lýsti yfir að hann óskaði ekki eftir skipun verjanda. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærðiekki áður sætt refsingu. 

Refsing ákærða er hæfilega ákveðinfangelsi í sex mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árumhaldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum.Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. og 30. gr. laga nr. 45/1987, skal ákærði jafnframt greiða 60.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæta ella fangelsi í 360 daga.Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. 

Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð:

Ákærði, X sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum.

Ákærði greiði jafnframt 60.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frábirtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 360 daga. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum