Skil á ársreikningum
Skila ber ársreikningi hvers reikningsárs til Ársreikningaskrár til opinberrar birtingar. Ekki skiptir máli hvort starfsemi hafi verið í félaginu eða ekki. Einnig skal skila inn samstæðureikningi ef við á.
Þau félög sem eru skilaskyld eru samkvæmt lögum um ársreikninga eru:
- hlutafélög
- einkahlutafélög
- samlagshlutafélög
- samvinnufélög
- samvinnusambönd
- sparisjóðir
- skráð útibú erlendra félaga
- sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
Þá þurfa félög sem hafa verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum einnig að skila ársreikningi.
Sameignarfélög og önnur félög með ótakmarkaða ábyrgð félagsaðila, svo sem samlagsfélög, þurfa einnig að skila ársreikningi ef:
- Félagsaðilar eru eingöngu félög sem talin eru upp hér að ofan eða ef ábyrgðaraðili er félag sem er talið upp hér að ofan.
- Sameignarfélög og samlagsfélög eru skráð í firmaskrá og teljast vera meðalstór eða stór samkvæmt lögunum.
Ársreikningum er skilað í gegnum þjónustuvef Skattsins
Öllum ársreikningum, og eftir atvikum samstæðureikningum, skal skila í gegnum þjónustuvef Skattsins. Farið inn á þjónustuvef Skattsins með aðalveflykli félagsins (eða skilalykli fagaðila) og svo valið Vefskil > Ársreikningaskrá > Skil ársreiknings.
Ekki er tekið á móti ársreikningum á pappír eða í tölvupósti.
Skilafrestur er í síðasta lagi til 31. ágúst
Skila skal ársreikningi til ársreikningaskrár eigi síðar en einum mánuði eftir samþykkt hans á aðalfundi. Lokafrestur til að halda aðalfund og skila ársreikningi til opinberrar birtingar er átta mánuðir frá lokum reikningsárs.
Félög sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
Hnappurinn – ársreikningur fyrir örfélög
Samstæðureikningar
Tungumál ársreiknings
Afrit af ársreikningum
Rafræn afrit af ársreikningum og samstæðureikningum sem sótt eru á vef Skattsins eru gjaldfrjáls.
Gjald er tekið fyrir endurrit úr ársreikningaskrá sem ekki eru sótt á vef Skattsins. Gjaldið er samkvæmt gjaldskrá.