Breyting á skráningu ehf./hf.

Tilkynna skal til fyrirtækjaskrár breytingar er verða á skráningarskyldum atriðum innan mánaðar frá því að ákvörðun var tekin um breytingu. Önnur tímamörk eiga þó við um breytingu á hlutafé.

Afgreiðslutími tilkynninga er um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár séu þau fullnægjandi og greiðsla (eða greiðslukvittun) fylgir með gögnunum. Hægt er að senda skannað afrit af tilkynningum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

Leiðbeiningar vegna breytinga á skráningu ehf. í rafrænni fyrirtækjaskrá

Skráningarskyld atriði eru:

Stjórn

Hlutafé - hækkun

Hlutafé - lækkun

Framkvæmdastjóri (framkvæmdastjórn)

Prókúruhafi

Endurskoðandi/skoðunarmaður

Nafn félags

Heimilisfang félags

Tilgangur félags

Breytingar á samþykktum

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum