Slit einkahlutafélags

Helstu leiðir til að slíta einkahlutafélagi eru eftirfarandi:

  1. Skilanefnd: Hluthafar geta ákveðið að kjósa félaginu skilanefnd ef talið er að félagið eigi fyrir skuldum.
  2. Gjaldþrotaskipti: Hluthafar og/eða félagsstjórn getur ákveðið að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta ef aðstæður kalla á það (félagið á ekki fyrir öllum skuldum).
  3. Einföld slit: Hægt er í skuldlausu félagi að slíta félaginu og tilkynna það hlutafélagaskrá með yfirlýsingu um að hluthafar taki á sig ábyrgð á þeim kröfum sem upp kunna að koma.

Einkahlutafélagi verður einnig slitið sameinist það öðru félagi. Að auki getur hlutafélagaskrá afskráð einkahlutafélög, telji hún sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að einkahlutafélag hafi hætt störfum, félag sé án starfandi stjórnar, endurskoðanda eða skoðunarmanns eða það sinnir ekki tilkynningaskyldu sinni til skrárinnar.

Kosning skilanefndar

Gjaldþrotaskipti

Einföld slit á skuldlausu einkahlutafélagi

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum