Félagasamtök og sambærilegir aðilar

Skráning raunverulegra eigenda

Félagasamtök og sambærilegir aðilar þurfa að skila inn upplýsingum um raunverulega eigendur.

Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að skrá raunverulegan eiganda lögaðila á grundvelli eignarhalds skal sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórnar starfsemi lögaðilans teljast raunverulegur eigandi. Það má skrá stjórn í heild, að hluta eða framkvæmdastjóra. Það er undir félaginu komið að meta hvaða einstaklingur það er, einn eða fleiri sem í raun stjórnar starfsemi félagsins. Þegar aðili er skráður raunverulegur eigandi á grundvelli stjórnunar þýðir það ekki að aðilinn sé „raunverulegur eigandi“ í samræmi við almenna málvenju. Félagið verður ekki talið hans eign í skilningi eignarréttar og skráningunni fylgir engin skattaleg ábyrgð eða skylda. Skráning raunverulegra eigenda felur ekki í sér aukna ábyrgð á viðkomandi einstaklinga umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í félögum.

Hvernig skila ég upplýsingum um raunverulega eigendur?

Það eru ekki allir með rafræn skilríki?

Stjórn hefur breyst, hvernig sendi ég inn tilkynningar?

Félagið er hætt starfsemi, hvernig afskrái ég það?

Ég er ekki lengur í stjórn félags en er skráður stjórnarmaður?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum