Samvinnufélög

Samvinnufélög eru skráð hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til fyrirtækjaskrár og greiða skráningargjald. Hægt er að greiða með reiðufé, debetkorti eða leggja inn á reikning (sjá gjaldskrá).

Hægt er að senda skannað afrit af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is. Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

Samvinnufélög eru stofnuð á samvinnugrundvelli með því markmiði að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Í samvinnufélögum er félagatala óbundin, stofnfé ekki fastákveðin fjárhæð, félagsmenn og aðrir félagsaðilar bera ekki persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins.

Samvinnufélag er stofnað á stofnfundi þar sem þurfa að koma saman þrír eða fleiri aðilar sem sammælast um að stofna félagið.

Innan mánaðar frá stofnfundi þarf að tilkynna um stofnun samvinnufélags til skráningar hjá fyrirtækjaskrá

Gögn með tilkynningu

Kennitala verður til við skráningu félags.

ÍSAT-númer (íslensk atvinnugreinaflokkun) er skráð við stofnun samkvæmt upplýsingum stofnenda um aðalstarfsemi félagsins.

Ítarefni

Eyðublöð

Tilkynning um stofnun samvinnufélags - RSK 17.23  

Tilkynning um raunverulega eigendur - RSK 17.27

Hvar finn ég reglurnar

Lög nr. 22/1991 um samvinnufélög


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum