Viðmið við skráningu firmaheita

Fyrirtækjaskrá hefur tekið saman eftirfarandi samantekt um þau viðmið er skráin hefur til hliðsjónar varðandi firmanöfn. Lög um verslunarskrár, firmu og prókúruumboð nr. 42/1903 (lög um firmaskrá) er grundvallarlagaramminn sem starfað er eftir varðandi firmaheiti.

Þrátt fyrir að lagaramminn sé sá sami og hafi haldist óbreyttur eru viðmiðunarreglur um skráningu firmaheita í sífelldri þróun vegna breytts viðskiptaumhverfis, auknum samskiptum milli landa og tækninýjunga. Hefur sú þróun verið samhliða öðrum lagabreytingum, t.d. varðandi fyrirtækjaskrá, vörumerki og neytendamál og með hliðsjón af dómum, úrskurðum og ákvörðunum er fallið hafa um firmaheiti, vörumerki og neytendamál.

Meðal breytinga sem átt hafa sér stað síðustu ár án þess að lögum um firmaskrá sé breytt er að núna er litið á Ísland sem eitt skráningarsvæði og því auðveldara að tryggja að sama firmaheiti eða of lík séu ekki skráð. Í því tilliti skiptir ekki máli hvert rekstrarform félags sé (ehf., hf., sf. o.s.frv.) heldur eingöngu nafn firmans.

Vert er að taka fram að viðmið sem þessi eru aðeins, líkt og orðið gefur til kynna, viðmið, en þau geta á engan hátt gripið öll þau tilvik sem komið geta upp varðandi firmaheiti. Hvert firmaheiti verður að meta út frá starfsemi félaganna og hugsanlegri ruglingshættu við önnur firmanöfn og skiptir þá t.d. máli hvort félögin starfi á sama eða svipuðu markaðssvæði eða hver tilgangur þeirra sé.

Meginregla um skráningu firmaheita

Almennt orð

Samsetning almennra heita

Nafn annars manns

Nöfn borga, kaupstaða, sveitarfélaga

Íslensk og erlend orð

Erlent aukheiti

Heiti þarf að samrýmast íslensku málkerfi

Skilgreining heita, eintala/fleirtala, með/án greini o.s.frv.

Group og lén-endingar í heitum félaga

Starfsemi/tilgangur félags

Ekki hægt að skrá tvö eins firmaheiti

Hliðsjón af skráðum vörumerkjum


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum