Upplýsingar og vottorð úr fyrirtækjaskrá

Nálgast má upplýsingar um skráð félög í fyrirtækjaskrá með uppflettingu á vefnum

Vottorð á íslensku

Mögulegt er að kaupa staðfest skráningarvottorð fyrirtækis í gegnum vefverslun. Sé fyrirtæki slegið upp í leitarvél fyrirtækjaskrár birtist hnappur þar sem kaupa má vottorð. Á því koma fram nánari upplýsingar um félögin, s.s. stjórn, prókúruhafar o.fl. 

Vottorðið kostar 1.000 kr. og er greitt með greiðslukorti. Vottorð í vefverslun er eingöngu hægt að fá á íslensku.

Leita í fyrirtækjaskrá

Vottorð á ensku

Staðfest skráningarvottorð á ensku kostar 1.000 kr. og hægt er senda beiðni um vottorðið á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is ásamt kvittun fyrir millifærslu. Reikningsnúmer 0515-26-723000 kt., 540269-6029.

Nánari upplýsingar

Almennum fyrirspurnum er svarað í síma 442 1250 eða í tölvupósti, netfang fyrirtækjaskrár er fyrirtaekjaskra@skatturinn.is

Beiðni um önnur gögn úr fyrirtækjaskrá má senda á netfang fyrirtækjaskrár.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum