Álagning 2022
Útborgun inneigna
Til þess að hægt sé að greiða út inneign þarf gjaldandi að vera með skráðan bankareikning hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Hægt er að senda upplýsingar um bankareikning á netfangið innheimta@skatturinn.is.
Barnabætur
Á álagningarseðli Skattsins er hægt að sjá hvernig barnabætur reiknast út.
Barnabótum er einungis skuldajafnað upp í eldri ofgreiddar barnabætur.
Áætlanir ríkisskattstjóra
- Ef skattframtali hefur ekki verið skilað eða skilað of seint, er álagning gjaldanda áætluð af ríkisskattstjóra.
- Til þess að fá lækkun á greiðslubyrði vegna áætlunar er hægt að senda bráðabirgðaútreikning á netfangið vanskil@skatturinn.is eftir að framtali hefur verið skilað.
- Ef launagreiðandi hefur dregið of háa upphæð af gjaldanda, getur gjaldandi fengið mismuninn endurgreiddan eftir að búið er að gera greiðsluáætlun og greiðsla hefur borist ríkisskattstjóra frá launagreiðanda. Í þeim tilfellum skal senda tölvupóst á netfangið vanskil@skatturinn.is
Launaafdráttur
- Við álagningu er launagreiðendum send krafa um að þeir haldi eftir hluta af launum starfsmanna sinna sem skulda skatta og skili inn til innheimtumanns ríkissjóðs.
- Ef launþegi sem skuldar skatta vill lækka þá fjárhæð sem haldið er eftir, hefur hann möguleika á að gera greiðsluáætlun hjá ríkisskattstjóra til að lækka launaafdráttinn, beiðni um gerð greiðsluáætlunar skal senda á netfangið vanskil@skatturinn.is .
Nánar um lækkun launaafdráttar
Greiðsludreifing / Greiðsluáætlanir
Þjónustufulltrúar lögfræðideildar innheimtu- og skráasviðs ríkisskattstjóra útbúa greiðsluáætlanir um lækkun launaafdráttar og frestun innheimtuaðgerða vegna krafna sem ríkisskattstjóri innheimtir. Þjónustufulltrúar eru staðsettir í Katrínartúni 6 og eru til viðtals á opnunartíma embættisins, frá kl. 09:00-15:30 alla virka daga, nema föstudaga frá kl. 09:00-14:00.
Hægt er að ganga frá flestum gerðum greiðsluáætlana um lækkun launaafdráttar með því að senda þjónustufulltrúum lögfræðideildar tölvupóst á netfangið vanskil@skatturinn.is. Yfirleitt eru margir sem leita til þjónustufulltrúa í kjölfar álagningar opinberra gjalda og því getur biðtími eftir viðtali lengst. Það getur því sparað tíma og fyrirhöfn að ganga frá greiðsluáætlun með tölvupósti.
Greiðsla opinberra gjalda
Ef greiðsluseðlar birtast ekki í heimabanka gjaldanda og ekki hefur verið dregið af launum, þá er hægt að greiða með millifærslu á eftirfarandi reikning:
BN: 0101-26-085002
KT: 540269-6029
Senda þarf millifærslukvittun á netfangið 85002@skatturinn.is. Setja þarf kennitölu gjaldanda sem skýringu.